Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 56
46
Orð og tunga
2 Orðaforðinn - erfðaorð, tökuorð, nýyrði
Með orðaforða tungumáls er átt við öll þau orð sem þekkjast í rituð-
um heimildum um tungumálið og sömuleiðis þau orð sem notuð eru í
talmáli en sjást sjaldan eða ekki á prenti. Sum orðanna hafa verið not-
uð frá elstu tíð og til þessa dags. Önnur voru notuð á ákveðnu skeiði
tungumálsins við ákveðnar aðstæður en úreltust og féllu í gleymsku.
Þau koma ef til vill aðeins fyrir á einum stað í fornum textum en gera
verður ráð fyrir því að þau hafi verið mönnum kunn á dögum ritarans
þótt merkingin geti stundum verið nútímamönnum torráðin og oft
aðeins ágiskun. í íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon
(1989) eru ýmis dæmi um orð úr fornu máli sem ekki hafa lifað í mál-
inu. Meðal þessara orða eru nafnorðin bnkran, sem notað var um sér-
stakan líndúk eða bómullardúk, bukl um skjaldarbólu, buklari um sér-
staka gerð af skildi, glinga í merkingunni 'gamansemi, spaug' og kaða í
merkingunni 'hæna' og sagnirnar blígja 'stara', bryggja í merkingunni
'brugga', bræða 'skunda, flýta sér' (skyld lo. bráður), bræða 'fóðra, gefa
bráð' (skyld no. bráð), dafna 'veiklast, dofna, verða máttvana', dyrglast
'leynast, gleymast, fyrnast yfir' og glaupsa 'þvaðra, masa'. Öll þessi
orð merkir Ásgeir með krossi sem merkir að orðið sé „fornt mál, forn
mynd, gamalt mál" (1989:xxvi). Enn önnur orð eru nýleg eða ný í mál-
inu og til orðin við breytingar á verk- og atvinnuháttum, tækninýjung-
um og nýjum varningi en öll eru þessi orð hluti af sögulegum orða-
forða tungunnar.
Venja er að kalla þau orð erfðaorð sem verið hafa í málinu eins
lengi og menn hafa heimildir um. Allstór hluti orðaforðans telst því til
erfðaorða og er þar oftast um orð að ræða sem finna má heimildir um
í skyldum málum, norður- eða vesturgermönskum, og rætur eiga að
rekja til frumnorrænu, sum til frumgermönsku og sum til frumindó-
evrópsku. Viðbæturnar eru síðan annaðhvort orð tekin að láni úr er-
lendum málum á ýmsum tímum, misjafnlega aðlöguð, eða nýyrði sem
búin hafa verið til um hluti, hugmyndir eða aðferðir. Þau geta ver-
ið hreinar nýmyndanir, tökuþýðingar eða tökumerkingar. Til nýyrða
teljast svokölluð íðorð en með þeim er átt við sérfræðiorð í tiltekinni
fræðigrein.
Lengst af hefur verið notað orðið tökuorð um þau orð sem fengin
eru að láni úr öðrum málum en í seinni tíð hefur verið greint á milli
tökuorða og aðkomuorða (d. láneord, fremmedord; þ. Lehnwort, Fremd-