Orð og tunga - 01.06.2009, Side 58
48
Orð og tunga
3 Frá landnámi til siðskipta
3.1 Hraun og hver í máli landnámsmanna
Venja er að miða íslenska málsögu við landnám á 9. og 10. öld en vissu-
lega töluðu landnámsmenn norskar, danskar og sænskar mállýskur
og þeir fluttu með sér írskumælandi þræla. í raun eru litlar heimilir
til um orðaforðann á fyrstu öldum Islandsbyggðar og þar til íslensk-
ar ritheimildir koma til sögunnar á seinni hluta 12. aldar. Þá var afar
lítill munur á íslensku og norsku en sá munur óx á 13. og enn frek-
ar á 14. öld. Landnámsmenn fluttu með sér þann orðaforða sem þeim
var tamt að tjá sig með og notuðu hann áfram í nýju landi. Stundum
þurftu þeir þó að víkka út merkingu orðs til þess að geta lýst því sem
lýsa þurfti. Þannig var með orðin hraun og hver.
Orðið hraun var upphaflega notað um stórgrýtisurð eða hrjóstrugt,
grýtt land og þekkist sú merking sums staðar á landinu. Orðið lifir í
færeysku reyn 'klappir, grýtt land', í dönsku ren 'kletta- eða klappar-
hryggur neðansjávar' og í hjaltlensku r0n(i) 'klöpp'. Fyrst þegar land-
námsmenn kynntust eldbrunnu grjóti færðist merkingin yfir á þá
steintegund líka og er hún nú sú merking sem flestum er töm í dag.
Vellandi hveri þekktu landnámsmenn ekki að heiman en gripu til orðs
sem þeir þekktu áður. Upphafleg merking orðsins hver er 'ketill' en
merkingin víkkaði þegar lýsa þurfti heitum vatns- eða gufuhver hér-
lendis.
3.2 Orð flutt heim úr víking
I máli fornnorrænna manna fundust ekki einungis hrein norðurger-
mönsk orð. Allmikið var af tökuorðum sem fornmenn höfðu kynnst
þegar þeir héldu í víking í austur- eða suðurátt eða í kaupferðir og
pílagrímsferðir. Orð sem fylgdu heimfluttum varningi festust í mál-
inu eins og klútur, sokkur, blek, sápa, pipar sem líklegast eru rakin til
fomensku (clút, socc, blœc, sápe, pipor), og síðar edik, krydd, mustarður
og möttull úr miðlágþýsku (etik, krúde, krut, mosterd, mantel). Orðið pell
getur hvort heldur er átt rætur að rekja til fornensku pell eða miðlág-
þýsku pelle. Tímabil fornensku er talið frá 900-1100 en miðlágþýska
tók við af fornsaxnesku á 13. öld.
Úr þessum ferðum fluttu norrænir menn einnig með sér fram-
andleg orð eins og torg úr fornrússnesku torgu sem aftur er rakið til