Orð og tunga - 01.06.2009, Side 59
Gnðrún Kvarcin: Enginn lifir orðalaust
49
fornslavnesku trugu 'markaðstorg'. Fleiri orð þekkjast í fornum heim-
ildum sem rekja má til fornslavnesku en torg er hið eina þeirra sem
lifir enn. Stutta viðdvöl höfðu t.d. orðin tapar, tapari 'lítil öxi' (< fslavn.
toporu), leðja (tökuorð úr slavn., sbr. rússn. lodka, fslavn. ladija) sem var
ákveðin skipstegund og einingin serkur um 5 x 40 dýraskinn (< rúss.
sorok '40 loðskinn' (Vries 1962:xxxiii)).
Á enn öðrum slóðum kynntust norrænir menn fílnum. Orðiðfíll er
talið tökuorð úr persnesku fil og hefur það heiti haldist í norrænum
málum á þessu mikla dýri. Frá sama tíma er orðið úlfaldi. í vesturger-
mönskum málum fannst orðið í fornensku olfend(a), fornsaxnesku ol-
bundeo, fornháþýsku olbento. í gotnesku er varðveitt myndin ulbandus.
Það er rakið til latneska orðsins elephantus og gríska orðsins eléphas
sem notuð eru um fílinn og lifir í ensku sem elephant. En í norræn-
um málum fékk orðið annað tákngildi sem haldist hefur allt til þessa
dags (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:1083). Góð heimild er í Postula
sögum þar sem segir: „sæll Johannes hafði klæði vofin af hári þeirra
kvikvenda, sem kameli heita og vér köllum ulfalda." (Postola sögur
1874:871).
3.3 Áhrif kristnitöku á orðaforðann
Við kristnitöku jókst orðaforðinn til muna. Bregðast þurfti við miklum
erlendum menningaráhrifum og mynda varð fjölda orða um krist-
in hugtök. Þess sjást greinileg merki í elstu kirkjulegum bókmennt-
um eins og m.a. Ernst Walter benti á í ritinu Lexikalisches Lehngut im
Altwestnordischen 1976. Orð sem þegar voru í málinu gátu fengið nýja
merkingu, þ.e. fengin var að láni merking veitimálsins, og ný orð voru
af þeim leidd til þess að ná til hugtaka sem engin orð voru til yfir áð-
ur. Sem dæmi mætti nefna sögnina að trúa í trúarlegri merkingu, þ.e.
trúa á Guð. Hún þekktist í fornu máli um að 'ætla, treysta, telja satt'.
Að baki kirkjulegu merkingunni er latneska sögnin credere 'trúa' sem
í trúarlegum textum var notuð um að trúa á Guð. Af nafnorðinu trúa
í kirkjulegu merkingunni 'trú á Guð', voru leidd lýsingarorðin trúfast-
ur, sem þýðing á latneska orðinu religiosus, og trúlaus sem þýðing á
infidelis (1976a:56-57).
Annað dæmi er lýsingarorðið kær(r) (< lat. carus) sem í fornu máli
var notað í merkingunni 'hugþekkur' og elst dæmi er um í Knútsdrápu
eftir Sighvat Þórðarson (Finnur Jónsson 1912:234):