Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 60
50
Orð og tunga
rauf ræsir af
Rúms veg suman
kærr keisara,
klúss Pétrúsi.
Síðar bætist trúarleg skírskotun við merkinguna og möguleiki opn-
ast fyrir myndun nafnorðsins kærleikur 'ást, ást Guðs'. Um það fjallaði
Halldór Halldórsson (1970:366) en hann fékkst talsvert við skýringar
á eldri tökuorðum og benti á að oft getur verið erfitt að sýna fram á
veitimálið með vissu. Tók hann þar sem dæmi m.a. herra og frút sem
heimildir eru um frá því snemma á 13. öld. Hann benti á að þau gætu
annaðhvort hafa borist í málið fyrir kristin áhrif, og væru þá fengin að
láni úr fornsaxnesku, eða að áhrifin væru hugsanlega frá riddarabók-
menntum og þyrfti að gera ráð fyrir láni úr miðláeþýsku ef þau áhrif
væru eldri (1970:366-367).
Mörg tökuorðanna eiga rætur að rekja til latínu eða grísku en hafa
borist hingað um fornensku, fornsaxnesku eða miðlágþýsku. Þekkt
dæmi eru orðin biskup (fe.), djákni (fe.), klerkur (fe.), munkur (fe.), nunna
(fe.) páfi (fsax.), prestur (fe.), altari (fsax.), djöfull (fsax.), kirkja (fe.), pásk-
ar (mlþ.) og synd (fsax.) en mörg fleiri mætti nefna (Ásgeir Blöndal
Magnússon 1989; Halldór Halldórsson 1968).
3.4 Frönsk áhrif á orðaforðann
Gamall er einnig sá orðaforði sem varð til við þýðingar á riddarabók-
menntum en nauðsynlegt var að finna orð yfir hugtök sein tengdust
hinu fágaða hirðlífi og framandi umhverfi riddaranna. Til þess þurfti
að taka allmörg orð að láni sem flest eru talin úr fornháþýsku eða
miðháþýsku en einnig úr fornensku, fornsaxnesku eða miðlágþýsku.
Dæmi um orð af þessu tagi eru titlar sem menn báru, eins og barón,
riddari, knapi, lávarður, jungfrú, en einnig orð af öðru tagi eins ogfantur í
merkingunni 'þjónn; flakkari' og hæverskur sem sótt er til miðlágþýska
orðsins hövesch en það var notað um þann sem var fyrirmannlegur í
háttum og kunni að hegða sér við hirðina sem á miðlágþýsku hét hof.
Því má bæta við að orðin hujflegur eða hupplegur eru af sömu rót. Þau
bárust hingað úr dönsku hoflig 'kurteis, hæverskur' en þangað barst
orðið úr miðlágþýsku hovelik (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:386).
Orðin kurteisi og kurteis eru tökuorð úr fornfrönsku cortoisie, corto-
is sem aftur eru leidd af fornfranska orðinu court 'hirð, konungshöll'.