Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 62
52
Orð og tunga
3.6 Gelískar heimildir
Með landnámsmönnum og þeim ófrjálsu mönnum sem þeir fluttu til
landsins bárust einnig gelísk orð sem Helgi Guðmundsson hefur rann-
sakað manna best. Hann telur að í vesturnorrænum málum ásamt
orkneysku og hjaltlensku megi finna 46 orð af gelískum uppruna, þar
af 32 í íslensku (1997:164). Hann varar við að orðin séu fremur oftalin
en vantalin þar sem þau séu í mörgum tilvikum stakdæmisorð. Dæmi
um orð af gelískum uppruna, sem enn eru notuð í íslensku, eru brek-
án, kvenkynsorðið des 'heystakkur, móhraukur' og hvorugkynsorðið
des 'beð í kálgarði', gjalt í orðasambandinu verða að gjalti, fuglsheitið
jaðrakan í ýmsum myndum, kapall, kláfnr, kró og tarfur.
3.7 Leit í orðsifjabókum
Sá sem leitar í orðsifjabókum að upprunaskýringum fornra tökuorða,
t.d. hjá Jan de Vries, Alexander Jóhannessyni eða Ásgeiri Blöndal
Magnússyni kemst fljótt að raun um að þær stangast oft á og gefa
ónógar upplýsingar. Alexander sker t.d. iðulega ekki úr um hvort orð
er komið í íslensku úr miðháþýsku eða miðlágþýsku. Ásgeir virð-
ist hallast meira að miðlágþýsku þegar báðar mállýskurnar koma til
greina. Sem dæmi mætti nefna baldakin 'silkiefni eða silkitjald; eigin-
lega klæði frá Bagdad' sem Alexander segir að annaðhvort sé kom-
ið úr miðlágþýsku boldeke eða miðháþýsku baldakin (1956:945). Ás-
geir aftur á móti nefnir aðeins miðlágþýsku myndina baldekin sem
skýringu á íslensku orðunum baldikin, baldrkinn, baldurskinn og segir
komna úr frönsku baldacjuin (1989:37). Annað dæmi er ametta 'höfuð-
dúkur úr líni' sem Alexander segir að sé annaðhvort komið úr miðhá-
þýsku eða miðlágþýsku amitte (1956:939) en Ásgeir aftur á móti nefnir
eingöngu miðháþýska orðið amitte sem hann segir að sé lagað eftir
latínu amictus (1989:15; sjá einnig Guðrún Kvaran 2000:170-171).
Veturliði Óskarsson nefndi bæði þessi orð í doktorsritgerð sinni
um miðlágþýsk tökuorð í skjölum fram til 1500 (2003:215, 176) og
komst að sömu niðurstöðu og Ásgeir en kostur hefði verið að fá svar
við því hvers vegna baldakin er úr miðlágþýsku og ametta úr miðhá-
þýsku. Málfræðilegar ástæður vantar og ef ekki er unnt að sýna fram
á þær er í raun betra að geta um báða möguleikana eins og Alexander
gerði.