Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 63
Gnðrún Kvaran: Enginn lifir orðalaust
4 Frá siðskiptum til hreintungustefnu
53
Unnt hefði verið að ræða um margt fleira í elsta orðaforða málsins en
verður vikið að tímabilinu frá siðskiptum til svonefndrar hreintungu-
stefnu. Áhrif kirkjunnar og kirkjulegra bókmennta eru vel þekkt, eink-
um af bók Christians Westergaard-Nielsens um tökuorð í prentuðum
16. aldar bókmenntum (1946). Mikið var þýtt en mestu skipti að prent-
listin kom til sögunnar og gerbreytti möguleikum á útbreiðslu kenn-
ingarinnar. Westergaard-Nielsen safnaði talsvert á annað þúsund orða
í rannsókn sinni. Hann einskorðaði sig þó ekki við tökuorð sem tekin
voru upp í málið á 16. öld heldur safnaði öllum þeim sem hann taldi til
tökuorða. Sum orðanna sem hann birti voru því eldri í málinu en frá
16. öld en mestum hlutanum safnaði hann þó úr 16. aldar þýðingum.
Ýmsir hafa gagnrýnt erlend áhrif á málið í biblíuþýðingum 16. ald-
ar en Jón Helgason benti réttilega á í bók sinni um Nýja testamenti
Odds Gottskálkssonar að Oddur hefði ekki getað stýrt fram hjá slík-
um orðum, það „væri fásinna að ætlast til slíks, meðal annars fyrir þá
sök, að þeirrar tíðar manni var ofætlun að kunna grein tökuorða og
erfðaorða" (1929:202). Aftast í bók Jóns er listi í viðauka með orðum
sem ekki finnast í orðabókum um forníslensku, hafa aðra merkingu
hjá Oddi eða Johan Fritzner (1883-1896) hafði aðeins norsk dæmi um
í orðabók sinni. Orðunum fylgja þýðingarstaðir í Biblíu Lúthers eða
Vúlgötu sem án efa hafa haft áhrif á orðaval Odds. Sum tökuorðanna
hjá Oddi koma þó fyrir í eldri verkum (Guðrún Kvaran 2000:175).
Westergaard-Nielsen benti á notkun erlendra forskeyta við orð-
myndun að þýskri fyrirmynd í 16. aldar þýðingunum. Talsvert var t.d.
um notkun forskeytanna bí- og for-. Oddur notaði bí- þó ekki mikið í
Nýja testamentinu og koma aðeins sex orð fyrir hjá honum mynduð
á þennan hátt, bífala, bífalan, bífalningur, bígera, bíginna og bíhalda, alls
24 sinnum, þar af þriðjungurinn í formálum Lúthers (Þórir Óskarsson
1990:214). Talsvert fleiri dæmi eru úr öðrum 16. aldar ritum og mætti
nefna til viðbótar sagnirnar bígrípa, bíhrópa, bíkenna, bíleggja, bítala og
nafnorðin bígáfa, bílífi og bílæti. Fæst þessara orða lifðu lengi í málinu
nema helst bílæti, og þá í merkingunni 'aðgöngumiði', en sú merking
var talsvert algeng fram yfir miðja 20. öld, og bílífi 'sællífi, munaður'.
Orðmyndun með forskeytinu for- var miklu algengari. Hjá Oddi
koma t.d. fyrir um 70 orð í Nýja testamentinu sem þannig voru mynd-
uð, t.á.forbeiska, forblinda, forganga, forliindra, forlengja, formeta, fornema