Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 66
56
Orð og tunga
horn (< 90°) sem nú eru nefnd gleitt horn og hvasst horn, hafjafn fyrir
'vandret', hringskekkja fyrir 'excentricitet' og lofthafíyrxr 'atmosphære'
(Bjarni Vilhjálmsson 1985). Jónas skrifaði nokkrar greinar um náttúru-
fræði í Fjölni og notaði þar orð sem vel eru þekkt í nútímamáli: hrygg-
dýr, lindýr, liðdýr, skjaldbaka, skötuselur,fýll, haförn, æðarkóngur, páfagauk-
ur, mörgæs, hafflötur, kerfjall, kerhóll, meltingarfæri, æxlunarfæri og æða-
kerfi} Hann þýddi einnig sundreglur eftir Nachtegall og þar eru hon-
um eignuð orðin baksund, bringusund, hraðsund, swidtak og léttklæddur.* 2
En Jónas lagði ekki minni skerf til íslensks orðaforða í ljóðum sín-
um. Ekki er unnt að gera orðasmíð hans skil hér og verður sú umfjöll-
un efni annarrar greinar. Látið verður nægja að taka dæmi úr tveim-
ur Ijóðum. Eitt af þekktustu ljóðum Jónasar er Gunnarshólmi. Þar er
mörg orð að finna sem Jónas virðist hafa búið til. Þau falla svo vel
að efni kvæðisins, eru svo lýsandi að lesandinn sér landið fyrir sér
eins og opna bók. Hann sér fagurtæra lind himinblámans, byggðabýl-
in smáu, spegilskyggnd hrafntinnuþök og lítur sælan sveitarblóma. Hann
horfir í huganum á klógula ernina, sem hlakka yfir veiðinni, sér birki-
þrastasveiminn blika í laufi, stendur á hlaðinu í rausnargarði og heyrir
öldufallaeiminn frá ströndinni, hlustar á hafganginn við Eyjasand og sér
fyrir sér borðfagra skeið sem bíður þeirra Gunnars og Kolskeggs. Á ferð
eru skeiðfráir jóar á leið með húsbændur sína til skips. Aðra sýn fær
lesandinn í ljóðinu Móðurást. Þar sér Jónas fyrir sér frostkaldan melinn
þar sem móðir er á ferð með barn sitt um heldimma nótt, gefst upp fyr-
ir veðurofsanum og finnst undir sn]óhvítri fannblæju. Þarna býr Jónas
til orð sem lýsa vel erfiðri ferð í íslenskum vetri þannig að lesandinn
nemur vel kuldann og éljaganginn og getur samsamað sig móðurinni
með barnið.
Marga aðra mætti nefna, sem lögðu drjúgan skerf til íslensks orða-
forða á 19. öld, en hér verða valdir Jón Ólafsson ritstjóri, Arnljótur
Ólafsson guðfræðingur og þingmaður og Ágúst H. Bjarnason heim-
spekingur (Guðrún Kvaran 2003).
Jón Ólafsson sneri bókinni Um frelsið eftir John Stuart Mill úr ensku
1886. Hún var mikið lesin á sínum tíma og er reyndar enn. Aftan við
þýðinguna birti Jón „Orðaskrá yfir nýgjörvinga og fátíð orð". Þar má
finna mörg orð sem nú eru hluti af daglegum orðaforða, t.d. dómgreind
(d., þ. judicium),fjölbreytni (e. divevsity), frumleiki (e. originality), hugð-
'Dæmin eru tekin úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
2Dæmin eru tekin úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.