Orð og tunga - 01.06.2009, Qupperneq 67
Gnðrún Kvaran: Enginn lifir orðalaust
57
arefni (e. matter of interest), misbeita (e. misapply, misuse), neikvæður
(e. negative), raunhæfur (d. praktisk), raunvísindi (d. positive videnska-
ber), réttmætur (þ. rechtmássig), siðmenning (e. civilization) og siðspilla
(e. demoralize). Mörg önnur mætti einnig tína úr textanum sjálfum
eins og afbökun, aldursmark, athafnafrelsi, eiturlyf, mælistika og samræmi
en þar kemur ekki fram hver fyrirmyndin er. Af erlendu orðunum
í orðalistanum má sjá að Jón styðst bæði við dönsku og þýsku, auk
ensku, við orðasmíð sína.
Arnljótur Ólafsson skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit en eitt
þekktasta rit hans er Auðfræði sem hann gaf út 1880. Ekki verður litið
í hana hér heldur grein eftir Arnljót sem birtist í Tímariti bókmennta-
félagsms árið 1891. Svo virðist sem þessi grein hafi átt að vera upp-
haf að lengri umfjöllun um rökfræði en mikið skorti á að til væru
orð yfir fræðilega umfjöllun á því sviði. Aftan við greinina er orða-
listi með yfirskriftinni „Nokkur ný og heimspekileg orð." Á listanum
eru 117 fræðiorð með dönskum skýringum en víða eru í textanum
sjálfum orð sem ekki hafa ratað á listann. Eins og við er að búast eru
flest orðin samsett, ýmist með viðskeyti eða án. Fáein ósamsett orð er
þar þó að finna, nánast öll nafnorð eða átta af tíu. Þau eru eða (Alt-
ernativ), hugsa (Tanke), hyggja (Theori, Mening), lyfti (= lofttegund,
Gas), skynja (Sands), vita (Viden), vist (Tilværen) og ætla (Mening).
Ekkert þeirra er notað nú á dögum eins og Arnljótur hafði hugsað sér.
Af samsettum orðum, sem öðlast hafa einhverja útbreiðslu, er hægt
að nefna hliðstæður (sideordnet), huglægur (subjektiv), hlutheimur (Tin-
genes Verden), hlutlægur (objektiv) og hugtak (Begreb) en mörg önnur
eru stakdæmisorð í ritmálssafni Orðabókarinnar eins og eðmæltr (dis-
junktiv), hugveri (Idealist), hlutveri (Realist), orðkveðinn (verbal), stað-
átta (Phænomen, Tilstand, Beskaffenhed), varurð (Evnen og Handlin-
gen at fornemme) og varyrð (Fornemmelse, þ. Wahrnehmung). Af
orðalistanum sést að Arnljótur kaus að búa til ný orð af nýjum stofn-
um sem þegar voru til í málinu. Hann notaðist lítið við beinar þýðing-
ar úr öðrum málum og lítið sem ekkert við aðlöguð tökuorð. Þótt fá af
orðum hans hafi náð að festast er áhugavert að skoða framlag hans og
aðferðir til nýmyndunar orða þegar fjallað er um sögu orðaforðans.
Ágúst H. Bjarnason gaf út ritið Almenn sálarfræði 1916. Mikil þörf
var einnig á orðum í þessari fræðigrein rétt eins og í rökfræði. Aftan
við ritið birti Ágúst „Orðasafn yfir helztu erlend fræðiorð og íslenzk
nýyrði, sem notuð eru í bók þessari, með tilvitnun í þær greinar, þar