Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 68
58
Orð og tunga
sem orðin koma fyrst fyrir." Langflest orðanna á listanum eru samsett
og mynduð á mjög hefðbundinn hátt af innlendum stofnum. Með-
al þeirra eru ddhrif og fjarhrif en áður hafði Ágúst notað orðin geðhrif
og hughrif. Eðlishneigð notaði hann fyrir 'disposition', kaldhæðni fyrir
'sarkasme', h/nþroski fyrir 'pubertet' og nefna má orðin efnishyggja, ein-
hyggja,fjölhyggja og þráhyggja.
Þrátt fyrir viðleitni þessara manna og annarra tóku mörg erlend
orð sér sess í málinu á 19. og 20. öld, einkum fyrir dönsk áhrif og vax-
andi innflutning á varningi frá Danmörku. Allmörg þeirra tengdust
almennu heimilislífi í kaupstöðum, einkum þeirra sem meiri fjárráð
höfðu. Guðmundur Finnbogason skrifaði grein í Skírni 1928 þar sem
hann gagnrýndi notkun orða af þessu tagi, eins og t.d. dörslag, visku-
stykki, skrúbhur, kústur, fægiskitffa, mubla, kokka, pússa, skræla, speða og
fjölmörg fleiri (Guðrún Kvaran 2001b). Af svörum við spurningum
mínum í útvarpsþættinum íslensku máli fyrir fáeinum misserum var
ljóst að fjölmörg af þeim aðlöguðu dönsku tökuorðum sem Guðmund-
ur nefndi lifa góðu lífi í töluðu máli þótt lítið sjáist þau á prenti í dag.
Hvaða maður kominn yfir miðjan aldur man ekki eftir að hafa kram-
búlerað sig og fengið bolsíu eða karamellu í huggunarskyni eða að hafa
lagst í rúmið forkelaður og orðiðfonnemaður yfir að vera ekki boðinn í
selskap, keypt bílæti í leikhús og pantað sér prívatbíll
Á síðari áratugum hafa allmörg ensk aðkomuorð borist í málið
ýmist beint eða um önnur mál, oftast dönsku. Sum hafa aðlagast vel,
önnur miður eins og gengur og sum algeng ensk orð í evrópskum mál-
um hafa ekki náð að stinga sér niður í íslensku. Það má skoða t.d. í rit-
inu A Dictionary ofEuropean Anglicisms (2001) sem Ásta Svavarsdóttir
og greinarhöfundur áttu þátt í að vinna. Einnig má benda á grein eftir
þær í fylgiriti með orðabókinni (Guðrún Kvaran og Ásta Svavarsdóttir
2002).
Nýlega lauk norrænni rannsókn á nýlegum aðkomuorðum í nor-
rænum málum undir stjórn Helge Sandoy í Bergen (sjá: http://mo-
derne-importord.info). Einn hluti rannsóknarinnar fólst í að skoða
innlenda orðanotkun í stað enskra tökuorða í dönsku, finnsku, ís-
lensku, norsku og sænsku. Könnuð voru 138 ensk orð af sameigin-
legum lista og 40 orð af fjórum sérvöldum sviðum (Guðrún Kvaran
2007). Rannsóknin leiddi í ljós að íslenska var það Norðurlandamál-
anna þar sem flest innlend orð voru notuð í stað þeirra ensku. Áhrif
hreintungustefnunnar og áhugi á málrækt virðast því enn virk í mál-