Orð og tunga - 01.06.2009, Page 77
Jón G. Friðjónsson: Samband forsetninga og samsettra orða 67
tekin (sjá Jón G. Friðjónsson 2005:9-14). Enn fremur má telja mikilvægt
að merkingarliðun sé í sem bestu samræmi við málkerfið sjálft og þá
vitneskju sem við höfum um það. — í grein þessari verður leitast við
að færa rök að því að atriði er falla undir setningafræði eigi heima í
orðasafninu. Til að renna stoðum undir þá fullyrðingu er nauðsynlegt
að líta á yfirlit yfir merkingu eða hlutverk forsetninganna fyrir, eftir og
undan með vísun til tíma og rúms.
3 Forsetningarnar fyrir, eftir, undan — yfirlit
í elsta máli vísaði andstæðan fyrir : eftir til tíma en andstæðan eftir :
fyrir til rúms. í nútímamáli hins vegar vísar andstæðan á undan : á eftir
til tíma en á eftir : á undan til rúms. Hér hafa því orðið umtalsverðar
breytingar sem sýna má svo (Mynd 1):
Elsta mál Nútímamál
fyrir [tími] eftir undan > á undan [tími] eftir > á eftir (ao.)
eftir [rúm] fyrir eftir > á eftir [rúm] undan > á undan ('hvert')
[rúm] undan ('hvað- an') [rúm] undan
Breytingar þær sem hér um ræðir eru á sviði setningafræði, þær varða
hlutverk og afstöðu tiltekinna forsetninga. Upphafið má rekja til þess
að fs. undan fékk þegar á 13. öld breytt og aukið hlutverk, hún var not-
uð til að vísa til hreyfingar 'fyrir framan e-ð (röð)', þ.e. í sömu merk-
ingu ogfyrir (flýja fyrir e-m > flýja undan e-m). í þessu tilviki breytist
því orðfræðileg merking ('hvaðan' > 'hvert'). Yfirlitsmyndin er að vísu
mjög einfölduð, hún sýnir í raun aðeins upphafið (elsta mál) og end-
ann (nútímamál) en ekkert þar á milli né heldur sýnir hún margbrotna
merkingu forsetningarinnar fyrir. Ekki er svigrúm til að rekja einstök
atriði breytinganna hér né ákvarða hvenær þær urðu, um það efni skal
vísað til greinar eftir undirritaðan (Jón G. Friðjónsson 2005). Á það skal
þó bent að á myndinni má sjá tvenns konar breytingar, annars vegar
fyrir > undan > á undan [tími] (gera e-ð fyrir e-m > gera e-ð á undan e-m)
og hins vegar fyrir > undan > á undan [rúm] (ríða fyrir hópnum > ríða
á undan hópnum). Afleiðingar eru í báðum tilvikum þær að hlutverk
eða merking forsetningarinnar undan > á undan breytist í grundvall-
aratriðum en merking forsetningarinnar fyrir skerðist að sama skapi.
Breytingarnar tengjast með beinum hætti orðmyndun og merkingu