Orð og tunga - 01.06.2009, Page 80
70
Orð og tunga
20 slík dæmi að finna í íslensku hómilíubókinni3: flxjja wxdan ofríki e-s
(íslhóm 2r:23) (2 dæmi); komast iindan e-u (skattgildinu) (íslhóm 23r:14)
(4 dæmi); teljast undan elsku náungs (íslhóm 82r:18); lexjsa e-n undan
sektum (íslhóm 64v:20); komast undan því oki (íslhóm 22r:14); hafið ...
spratt eigi undan fótum hans (íslhóm 28r:19); rísa undan borði (íslhóm
31r:13); leysa e-n undan ánauð (íslhóm 35r:33); láta e-n undan ganga (ísl-
hóm 33r:34) (6 dæmi); e-ð líður undan (íslhóm 9r:6) og sækja undan (ísl-
hóm 44r:35). Samsett orð með undan- sem fyrra lið í þessari merkingu
eru algeng frá elsta máli og fram til nútímans, t.d.4:
(1) undanbragð (fornt); undandraga (fornt); undandráttur
(fornt); undaneldi (sl8 (OHR)); undanfella (sl7 (OHR)); und-
anfæri (fornt); undanfærsla (fornt); undanlát (sl8 (OHR));
undanrenna (sl9 (OHR)); undanrista (s20 (OHR)); undanskilja
(ml9 (OHR)); imdanskilinn (ml9 (OHR)); undanskot (fl8
(OHR)); undansláttur (sl8 (OHR)); undantaka (sl6 (OHR));
undantekning (fl8 (OHR)); undantelja (ml6 (OHR)); undan-
villingur (ml9 (OHR)); undanþága (ml9 (OHR)); undanþiggja
(sl8 (OHR)); undanþægur (m20 (OHR))
Um dæmin í (1) skal tvennt tekið fram. í fyrra lagi er upptalningin
ekki tæmandi og í öðru lagi eru samsetningar af þessari gerð kunnar
frá elsta máli og fram í nútímamál. Hvort tveggja virðist vera til vitnis
um það að orðmyndun af þessari gerð sé virk.
5.3 Forsetningin undan með vísun til staðar ('hvert-hreyf-
ing')
í öðru lagi vísar forsetningin undan til hreyfingar í röð fyrir framan
e-ð ('hvert') og er sú merking kunn frá 13. öld, einkum með sögnum
sem vísa til hreyfingar, t.d.: fara, flýja, halda, hopa, hörfa, leita, stökkva
... undan og láta undan síga. Ekkert slíkt dæmi er að finna í íslensku
hómilíubókinni. Eftir breytinguna fxjrir > undan (ríða fyrir e-m > ríða
undan e-m; flýja fyrir e-m > flýja undan e-m) er komin fram andstæðan
undan : eftir (< fyrir : eftir). Hin forna merking er reyndar enn notuð í
3Stafsetning allra dæmanna er færð til nútímamáls.
4Fornmálsdæmin eru fengin úr orðabók Fritzners með samanburði við eigið safn
og dæmi úr síðari alda máli eru fengin úr tiltækum orðabókum með samanburði við
seðlasafn Orðabókar Háskólans (OHR) og eigið safn. Ávallt er vísað til elsta dæmis.