Orð og tunga - 01.06.2009, Page 81
Jón G. Friðjónsson: Samband forsetninga og samsettra orða
71
föstum orðasamböndum, tá.fara fyrir hópnum/nefndinni 'veita forystu'
og skipið hraktistfyrir veðri og vindum. Afleiðingar breytingarinnarfyrir
> undan [rúm] eru m.a. þær að í stað hinnar fornu andstæðufyrir e-m
: eftir e-m kemur fram andstæðan undan e-m : eftir e-m, í nútímamáli á
undan e-m : á eftir e-m. Elstu samsett orð af þessum toga eru frá 14. öld
og eru þau algeng í síðari alda máli, t.d.:
(2) undanhald (14. öld); undanhlaup (fl7 (OHR)); undanrás
(14. öld); undanreið (sl8 (OHR)); undanrekstur (ml7); und-
anróður (14. öld)
Dæmi af þessari gerð, þ.e. þar sem fyrri liðurinn undan- vísar til 'hreyf-
ing fyrir framan', eru fremur fá og yngsta dæmið er frá 18. öld. Þetta
bendir til þess að orðmyndun af þessari gerð sé naumast virk í nú-
tímamáli. Ástæðan kann að vera sú að samsetningar þar sem undan-
vísar til tíma ('áður en') gangi í þeim skilningi fyrir að tímamerkingin
sé sterkari en staðarmerkingin.
5.4 Forsetningin undan með vísun til tíma
í þriðja lagi vísar forsetningin undan til tíma ('fyrr, áður'). Elstu dæmi
um undan í þeirri merkingu eru frá því um 1500 (að þeir væri imdan
('fyrr, áður') suður riðnir (Gr 27. k.)) og breytingin undan > á undan
er frá 17. öld, sbr. Jón G. Friðjónsson (2005:20 ff). í eftirfarandi sam-
setningum sér þessarar breytingar stað því að þar vísar fyrri liðurinn
undan- til tíma:
(3) undanboði 'fyrirboði' (sl9 (OHR)); undanfari 'það sem
er/kemur á undan, fyrir (áður)' (sló (OHR)); undanfarinn
'fyrirfarandi' (ml7); undangenginn (ml8 (OHR)); undan-
keppni 'forkeppni' (m20 (OHR)); undanleit (ml9 (OHR));
undanrás 'forkeppni' (m20 (OHR)); undansettur (m20
(OHR)); undanúrslit (m20 (OHR))
Samsett orð sem hefjst á undan- og vísa til tíma hljóta að vera tiltölu-
lega ung, þ.e. yngri en breytingin fyrir > undan > á undan með vísun
til tíma. Elstu dæmi um þá breytingu er að finna í Grettis sögu (hand-
rit frá því um 1500) og í Reykjahólabók frá fyrri hluta 16. aldar (Jón
G. Friðjónsson 2005:21). Dæmi undir (3) staðfesta þetta. Elsta dæmið