Orð og tunga - 01.06.2009, Page 89

Orð og tunga - 01.06.2009, Page 89
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn 79 sem á uppruna í öðru tungumáli, óháð því hversu gamalt það er eða vel aðlagað. Til viðbótar þeim hugtökum og sjónarmiðum sem nú voru nefnd og segja má að séu hrein orðfræðileg, er til íslenska orðið sletta og sögnin að sletta sem áður var gripið til og oft er notuð í daglegu tali um erlend orð í íslensku tali eða textum. Skilgreining Islenskrar orðabók- ar á orðinu sletta er: „erlent orð eða orðasamband sem ekki nýtur við- urkenningar í viðtökumálinu vegna ónógrar aðlögunar að hljóð- eða beygingarkerfi eða annars konar framandi einkenna" (íslensk orðabók 2007, s.v. slettá). Rétt er að veita því athygli að í þessari orðabókarskýr- ingu virðist orðið mál notað í merkingunni 'texti' eða 'það sem sagt er eða skrifað'. Annað sem taka ber eftir er að orðið setur neikvæðan stimpil á það sem það er notað um: slettu í máli er líkt við óhreinindi á annars hreinum fleti. Einnig má benda á að skilgreining Islenskrar orðabókar ber með sér að slettur eru ekki bara einstök orð heldur geta þetta verið orðasambönd. 2.2 Textinn Þetta beinir athygli að því að hægt er að líta á notkun aðkomuorða út frá textunum þar sem orðin koma fyrir. Hægt að tala um mismikla blöndun texta, eftir því hversu mikið er slett eða hversu hreinir text- arnir (talaðir eða skrifaðir) eru. Þetta getur verið margbreytilegt og fer eftir stíl og málsniði. Notkunarsvið þar sem mikið er um slettur hafa verið talin mál í flugi og í dægurlagamenningu, enda þótt talsvert hafi verið gert til að „hreinsa" málsniðin, t.d. með íðorðasmíð. í símtali sem ég átti (20.2.2008) og var að spyrja um staðsetningu veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur fékk ég, til viðbótar upplýsingum um götu og húsnúmer, eitthvað í átt við það sem hér stendur: (1) Þar sem túrist'infor'meisjon(ið? ? ?) er [,0as:enlthuristTvfa'meisjon,i£r] Þegar ég fylgdi svo þessum leiðbeiningum sá ég húsið sem um var að ræða: Á því stóð skýrum stöfum á íslensku og ensku: Upplýsing- ar - Tourist Information. Af einhverjum ástæðum valdi símsvarandinn þann kost að vitna til enskrar gerðar þessara skilaboða. Sérstakt vandamál fylgir því hvernig skuli skrá og greina málnotk- un af þessu tagi. í (1) er þetta skráð annars vegar með einhvers kon- ar stafsetningu og hins vegar með grófri hljóðritun. Ekki er hér gerð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.