Orð og tunga - 01.06.2009, Page 89
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn
79
sem á uppruna í öðru tungumáli, óháð því hversu gamalt það er eða
vel aðlagað.
Til viðbótar þeim hugtökum og sjónarmiðum sem nú voru nefnd
og segja má að séu hrein orðfræðileg, er til íslenska orðið sletta og
sögnin að sletta sem áður var gripið til og oft er notuð í daglegu tali um
erlend orð í íslensku tali eða textum. Skilgreining Islenskrar orðabók-
ar á orðinu sletta er: „erlent orð eða orðasamband sem ekki nýtur við-
urkenningar í viðtökumálinu vegna ónógrar aðlögunar að hljóð- eða
beygingarkerfi eða annars konar framandi einkenna" (íslensk orðabók
2007, s.v. slettá). Rétt er að veita því athygli að í þessari orðabókarskýr-
ingu virðist orðið mál notað í merkingunni 'texti' eða 'það sem sagt er
eða skrifað'. Annað sem taka ber eftir er að orðið setur neikvæðan
stimpil á það sem það er notað um: slettu í máli er líkt við óhreinindi
á annars hreinum fleti. Einnig má benda á að skilgreining Islenskrar
orðabókar ber með sér að slettur eru ekki bara einstök orð heldur geta
þetta verið orðasambönd.
2.2 Textinn
Þetta beinir athygli að því að hægt er að líta á notkun aðkomuorða
út frá textunum þar sem orðin koma fyrir. Hægt að tala um mismikla
blöndun texta, eftir því hversu mikið er slett eða hversu hreinir text-
arnir (talaðir eða skrifaðir) eru. Þetta getur verið margbreytilegt og fer
eftir stíl og málsniði. Notkunarsvið þar sem mikið er um slettur hafa
verið talin mál í flugi og í dægurlagamenningu, enda þótt talsvert hafi
verið gert til að „hreinsa" málsniðin, t.d. með íðorðasmíð.
í símtali sem ég átti (20.2.2008) og var að spyrja um staðsetningu
veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur fékk ég, til viðbótar upplýsingum
um götu og húsnúmer, eitthvað í átt við það sem hér stendur:
(1) Þar sem túrist'infor'meisjon(ið? ? ?) er
[,0as:enlthuristTvfa'meisjon,i£r]
Þegar ég fylgdi svo þessum leiðbeiningum sá ég húsið sem um var
að ræða: Á því stóð skýrum stöfum á íslensku og ensku: Upplýsing-
ar - Tourist Information. Af einhverjum ástæðum valdi símsvarandinn
þann kost að vitna til enskrar gerðar þessara skilaboða.
Sérstakt vandamál fylgir því hvernig skuli skrá og greina málnotk-
un af þessu tagi. í (1) er þetta skráð annars vegar með einhvers kon-
ar stafsetningu og hins vegar með grófri hljóðritun. Ekki er hér gerð