Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 92
82
Orð og tunga
verður til, meðan veitimálið (stundum kallað lexifying language) ræður
stórum hluta orðaforðans. Blendingsmál eða pidgin verða til við náin
máltengsl, þar sem ekki gætir áhrifa frá stöðlun eða málstýringu.4
En grundvallaratriði í skilgreiningu á málvíxlum er einhvers konar
jafnræði í munni málnotandans með tungumálunum sem notuð eru.
Til þess að raunveruleg málvíxl eigi sér stað hlýtur málhafinn að hafa
einhvers konar vald á báðum málunum, því annars gæti hann ekki
skipt um kerfi og notað tvö tungumál á víxl. (Meyers-Scotton talar
1997:217 um „fluent bilinguals".) Og í ljósi þessa er vafamál hvort
notkun tökuorða og slettna í íslensku getur flokkast undir málvíxl
nema í undantekningartilvikum. Það virðist a.m.k. ljóst að það geti
ekki kallast málvíxl þegar maður sem ekki kann erlenda málið til hlít-
ar (enskuna) notar enskt orð sem hann hefur fengið úr innlendum
heimildum eða gegnum innlendan millilið. Það er með öðrum orð-
um vafamál að rétt sé að líta svo á að dæmigerðar enskuslettur, eða
þegar ensku er blandað í íslenskt tal eða texta eins og nú er algengt, sé
sá sem talar eða skrifar að „vitna" beint í sína eigin þekkingu á ensku.
Vissulega getur verið erfitt að skera úr um það í hverju tilviki, hvað þá
alhæfa, en hitt virðist þó líklegra að í flestum tilvikum byggist notkun
erlendra orða í íslensku á því að þau eru þekkt úr innlendu umhverfi
(sem gæti auðvitað verið enskt tal í íslensku sjónvarpi eða enska í ís-
lenskum dægurlagatexta). í ljósi þessa virðist því mega útiloka stóran
hluta af notkun á enskum orðum í daglegu íslensku tali frá því að
flokkast sem raunveruleg málvíxl.
2.4 Form og gildi
Enn ein aðgreining sem hafa verður í huga þegar fjallað er um mál-
tengsl er aðgreiningin milli forma málsins sem hluta af kerfi og gildis
formanna.
Segja má að þegar eitt mál hefur áhrif á annað, verði breyting á
formi tökumálsins, því sem fyrir áhrifunum verður. Ef einungis er um
að ræða eitt og eitt orð á stangli er þessi „breyting" auðvitað ekki stór-
vægileg og varla marktæk. Þannig er talið að orðið torg sé tökuorð úr
4Svokölluð russe-norsk, sem varð til í samskiptum Rússa og Norðmanna í Norður-
Noregi er oft tekin sem dæmi um blendingsmál af þessu tagi, sbr. t.d. Ernst Hákon
Jahr (1996). Einnig er líklegt að svokölluð Fáskrúðsfjarðarfranska, sem notuð var í
samskiptum við franska eða flæmska sjómenn, hafi verið vísir að svona blendings-
máli, enda þótt margt sé óljóst um notkunarvið og form þess málbrigðis.