Orð og tunga - 01.06.2009, Page 101
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn
91
umræðu í 4 hér á eftir, en oft gerist aðlögunin sjálfkrafa í dæmum eins
og „ ... experhnental notkun á netinu". Hér hefur heyrst framburður-
inn [exspri’mental]. Þarna er sett áhersla á næstsíðasta atkvæðið, eins
og þykir viðeigandi í erlendu orði, en að öðru leyti er fylgt íslensku
orðahljóðkerfi. Gómfilluhljóðið er borið fram sem önghljóð, afröddun
verður á /n/ í -mental. Hljóðin eru íslensk, og framburðurinn í raun
býsna ólíkur þeim ameríska [akspa.pinentl].
3.4 Segðahljóðkerfí
En eins og fram hefur komið er hægt að skoða notkun orða í íslensku
tali út frá segðunum þar sem þau koma fyrir. Það er næstum óhjá-
kvæmilegt að orð sem á annað borð er tekið inn í íslenskan texta falli
t.d. að áherslu- og tónfallsformum málsins og ýmsum málvenjum af
því tagi. Meðal slíkra einkenna sem tilheyra íslensku segðahljóðkerfi
er lokaafröddun, sem fram kemur á undan þögn. Þannig verður setn-
ing eins og: Give me a call borin fram með íslenskum hreim í átt við það
sem sýnt er í (3):
(3) Give me a call
[civ-mija kho:l] (kannski líka: [kivmija.'kSl])
í þessari segð eru notuð íslensk hljóð og íslenskur framburður, þar
með talið lokaafröddun á [lþhljóðinu, en það er framandi í enskunni.
Einnig má gera ráð fyrir að í samböndum eins og instrúmental tónlist
komi til skjalanna ýmis íslensk hraðtalseinkenni, svo sem önghljóðun
nefhljóðsins, eins og sýnt er í (4):
(4) Instrúmental tónlist
[Tistru 'mental1 th ouhist]
Raunar má gera ráð fyrir að framburður sé breytilegur á segðum af
þessu tagi ekki síður en íslenskum segðum almennt, og í sumum til-
vikum sé framburðurinn skýrari en í öðrum, en íslenski hreimurinn
kemur oftast upp um talandann með einhverju móti, og meðan svo er
er ekki hægt að tala um fullkomin málvíxl; orðin og orðasamböndin
eru hluti af íslensku tali, þ.e. falla að kerfi móðurmálsins.