Orð og tunga - 01.06.2009, Page 105
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn
95
Ein leið til að fást við þetta er að gera ráð fyrir að málkerfið sé tví-
skipt, þannig að eitt gildi um innlend orð og annað um aðkomuorð.
En það er álitamál frá fræðilegu sjónarmiði hvort eðlilegt sé að gera
ráð fyrir slíkri tvískiptingu í málkerfum. Það þekkist þó að fræðimenn
stingi upp á því (sbr. t.d. Halle og Keyser 1971 og umræðu um þessi
atriði hjá Kristjáni Árnasyni 1996:182-189) að eins konar aðgreiningar-
þáttur geti skipt orðaforða mála í flokka eftir atriðum eins og uppruna.
í ensku hegða orð og orðhlutar af germanskri rót og orð og orðhlut-
ar af latneskri rót sér ólíkt á ýmsan hátt. Dæmi sem oft er tekið um
þetta er það að nafnleiðsluendingarnar -ity eins og í grammati'cality
'málkerfisfesta' eða sanity 'heilbrigði', sem er af rómönskum toga, og
viðskeytið -ness í orðum eins ogfor'getfulness 'gleymska, gleymni', sem
er heimafengið hafa ólík „áhrif" á stofnana sem þau tengjast. Latneska
viðskeytið kallar á ýmiss konar myndbrigði sem ekki koma fram þeg-
ar hið heimafengna er notað. Það „krefst" þess til dæmis að áherslan
sé á næsta atkvæði á undan, þannig að áherslan á gram'matical 'mál-
réttur' færist yfir á atkvæðið -cal- í grammati'cality, en hins vegar helst
áherslan á sama stað í stofninum for'getful 'gleyminn', þótt viðskeyt-
inu -ness sé bætt við (for'getfulness, ekki forget'fulness).
Að mörgu leyti virðist svipuð staða vera uppi í færeysku, en al-
kunna er að mikið er af tökuorðum þar sem líklega hafa flest komið
inn gegnum dönsku. Eins og sjá má í (6) fylgja flest norræn erfðaorð
og nýrri orð mynduð á hliðstæðan hátt sama mynstri og íslensk orð
af sömu gerð. Þau hafa aðaláherslu á fyrsta atkvæði og eftir atvikum
aukaáherslu á því þriðja:
(6) 'Foroyum [fœijunj 'Færeyjum' ' nýfoð jnginum [nuifœj-
íjitJ'inunj 'nýburunum' 'kunnleifi [kunlaitjij 'þekking'
'viðvífjandi [viivuitjantij 'viðvíkjandi'
En oftar en ekki hafa tökuorð í færeysku áhersluna á öðrum stað, eins
og sést í (7):
(7) sig'nal 'merki' fy'sikk 'eðlisfræði' ta'pet 'veggfóður' disko'tek
'diskótek', stu'dentur 'stúdent', læra'rinna 'kennslukona',
fo'rargilig 'skapvond', for'banna 'bölva', euro'pear 'Evrópu-
menn', ameri'kanar 'Ameríkumenn', standardi'sering 'stöðl-
un', mo'torur 'vél', radi'atorur/radia'torur 'ofn', Aris'toteles
Hér er þá spurning hvort eðlilegt er að tala um tvöfalt kerfi. Hvernig
svo sem þetta er greint, er ljóst að einhvers konar breyting hefur orðið
á áherslureglum í færeysku með tilkomu þessara orða.