Orð og tunga - 01.06.2009, Page 111
Vésteinn Olason
Hugtök og heiti í bókmenntafræði
1 Inngangur
Nafn þessa erindis er nátengt minningu Jakobs Benediktssonar af því
að hann ritstýrði þekktri handbók með sama heiti sem kom út árið
1983 og hefur verið endurprentuð óbreytt. Að henni vann hann á ár-
unum eftir að hann hætti störfum við Orðabók Háskólans vegna ald-
urs. Verkið var unnið á vegum Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Is-
lands, en hún tók til starfa í heimspekideild 1971 (hét fyrstu árin Rann-
sóknastofnun í bókmenntafræði við Háskóla Islands) og var ætlað að
verða vettvangur fyrir rannsóknir kennara í íslenskum bókmenntum
og nýrri námsgrein, almennri bókmenntasögu. Hugmynd um hug-
takabók kom þar fljótt upp, og var hafist handa að safna efni á fyrstu
árum stofnunarinnar. Verkið hafði siglt í strand þegar Jakob kom að
því vegna þess að fé og starfskrafta skorti til að halda jafnt og þétt
áfram. En árið 1978 tókst að fá styrk úr Vísindasjóði, Jakob kom til
starfa og fékk aðstöðu á þriðju hæð í Árnagarði. Hann fékk þar til lið-
sinnis unga fræðimenn, sem getið er í bókinni, og kennarar við Bók-
menntafræðistofnun, nokkrir starfsmenn Árnastofnunar o.fl. skrifuðu
greinar um sérsvið sín; Jakob stýrði starfinu með hógværð og lagni og
skrifaði sjálfur fjölda greina, en þær eru ómerktar. Líklega á hann allar
eða nær allar ómerktar greinar í bókinni.
Tilurð og þróun fræðilegs íslensks orðaforða um bókmenntir er
vissulega áhugavert umræðuefni á mörkum bókmenntafræði og orð-
fræði, en of viðamikið til að gera viðhlítandi skil í stuttri grein. Með
Orð og tunga 11 (2009), 101-116. © Stofnun Áma Magnússonar í fslenskum
fræðum, Reykjavík.