Orð og tunga - 01.06.2009, Side 116
106
Orð og tunga
Um val uppflettiorða skal það tekið fram að þegar erlend
orð standa sem greinarheiti er það annaðhvort af því að
íslensk heiti eru ekki til eða vegna þess að um þau hefur
ekki orðið samkomulag; í síðara tilvikinu eru þá misjafnar
þýðingar tilfærðar bæði í greininni sjálfri og sem tilvísun-
arorð á sínum stað. Mörg alþjóðleg tækniorð eru tilfærð
sem tilvísunarorð, en það ætti að vera þeim til nokkurr-
ar leiðbeiningar sem rekast á þau í erlendum bókum. Sá
kostur hefur víða verið tekinn að hafa erlendu heitin í lat-
neskri eða grískri mynd, þar sem þau koma fram í ýmsum
gervum á yngri þjóðtungum, en eru þó yfirleitt auðþekkt
af fornu myndunum, enda beint af þeim dregin.
3 Flettur í Hugtökum og heitum: uppruni og orð-
myndun
Hér verður nú reynt að gera nokkra grein fyrir flettunum í Hugtök-
um og heitum. Allar flettur (ekki flettiorð sem aðeins vísa á annað)
með upphafsstöfunum a-g voru athugaðar og reynt að draga af þeim
nokkrar ályktanir. Fletturnar eru 237 og standa á bls. 13-107, en ótald-
ar eru flettur á bls. 108-318. Athugunarefnið er því um 30% af blað-
síðutali ritsins, og ætti að vera hægt að álykta af því um ýmis almenn
atriði.
Hvaða spurninga er nú áhugavert að spyrja um þennan flokk
orða? Hér verður hugað að uppruna orðanna: eru þau tökuorð eða
gömul íslensk orð? En einnig er hugað að orðmyndun: hvenær er um
einstofna orð að ræða, orð mynduð með viðskeytum, forskeytum eða
forsetningum, ellegar samsett af fleiri stofnum en einum? Jafnframt
er þá spurt um merkingu orðanna: er hún gömul, tökumerking eða
breytt merking? Tilraun var gerð til að flokka orðaforðann gróflega eft-
ir fræðilegri stöðu orðanna eða hlutverki, en sú flokkun er ónákvæm
og óvíst hverju hún skilar. Eigi að síður eru niðurstöður á henni reistar
teknar með.
í flettunni bókmenntafræöi, sem höfundur þessara orða samdi
Frá því skömmu eftir 1990 hefur verið unnið á vegum Bókmenntafræðistofnunar að
víðtækara og stærra riti, sem á að verða með meira alfræðibrag, og mun það langt
komið, en þó hefur útkoma þess dregist miklu meira en ætlað var.