Orð og tunga - 01.06.2009, Side 117
Vésteinn Ólason: Hugtök og heiti í bókmenntafræði
107
reyndar sjálfur fyrir aldarfjórðungi, er viðfangsefnum bókmennta-
fræði skipt í þrjá flokka: bókmenntasögu, skáldskaparfræði og bók-
menntarýni. Bókmenntasagan rannsakar þróun bókmenntanna og
vensl við önnur fyrirbæri mannlífsins, en með skáldskaparfræði er
leitast við að finna og rökstyðja alhæfingar sem lýsa bókmenntum og
séreðli þeirra, segir þar m.a.; bókmenntarýni fæst hins vegar við ein-
stök verk. Áhugavert getur verið að kanna hvernig flettiorð skiptist
milli bókmenntasögu og skáldskaparfræði; bókmenntarýnin notar að
mestu sömu hugtök eða hugtök sem ekki tilheyra fræðigreininni sér-
staklega (siðferðisleg, sálfræðileg, þjóðfélagsleg osfr.), og henni er því
ekki ætlaður sérstakur flokkur, en hins vegar sett saman í flokk orð
sem tilheyra bókmenntafræði almennt og jafnvel fleiri fræðigreinum.
Niðurstaðan varð sú að hugtök sem eðlilegast er að flokka sem bók-
menntasöguleg eru 73. Skáldskaparfræði fær í sinn hlut 103 flettur, en
í hinn almenna flokk falla 61 fletta og 7 vafagemlingar. Vissulega eru
markatilfelli mörg og nokkur hluti flettiorðanna gæti vel átt heima í
tveimur flokkum, en athyglisvert er, og kemur ekki á óvart, að skáld-
skaparfræðin, sem er sérhæfðust, á stærsta hlutann. Ekki er augljóst
hvernig flokka eigi nöfn á bókmenntagreinum, en hér er sá kostur
valinn að telja mikinn hluta heita á bókmenntagreinum til bókmennta-
sögu, á þeirri forsendu að þær séu einmitt söguleg fyrirbæri tengdar
aðstæðum og sögulegri þróun, en ýmis tiltölulega almenn flokkun-
arhugtök eins og afþreyingarbókmenntir, ástarsögur og barnabækur,
epík, lýrík og dramatík eru í raun tímalaus fyrirbæri og flokkuð sem
skáldskaparfræðileg.
Fróðlegt er að athuga hvort uppruni orða og orðmyndun sé mis-
munandi í þessum flokkum. Ef eingöngu eru flokkuð sem tökuorð
þau orð sem eiga sér enga eða fremur stutta hefð í íslensku og þá eink-
um í umræðu um bókmenntir og listir, orð eins og rómantík, þá verða
tökuorðin í flettunum a-g 70 eða um 30 %. Þegar annar liður samsetts
orðs er tökuorð, eins og í absúrdleikhús, er því skipað í þennan flokk,
en hins vegar eru ekki talin með tökuorðum ýmis orð sem eiga langa
hefð í málinu. Ýmislegt í þessari flokkun orkar tvímælis og mætti gera
öðruvísi, einkum með því að telja fleira til tökuorða. En reynt var að
afmarka þann flokk sem tekinn er upp í bókmenntaumræðu fræði-
lega eða ófræðilega beint úr öðrum málum og þá verða eftir sem ís-
lensk ýmis orð af erlendum uppruna. Sem dæmi um hvernig flokkað
er má nefna að breviarium er talið með tökuorðum, af því að það hefur