Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 118
108 Orð og tunga
ekki verið lagað að íslensku, en grallnri telst hins vegar íslenskt orð og
einnig glósur.
Tafla 1
'Islensk' tökuorð í a-g-flettum:
annálar, biblían, biskupasögur, bréf, form, formgerð, forn-
klassískar bókmenntir, glósur, grallari.
Þegar athugað er hlutfall tökuorða í einstökum flokkum kemur í Ijós
að í flokknum bókmenntasögu eru 32 tökuorð eða tæplega helmingur
(44%). Tökuorðin eru einkum nöfn á bókmenntastefnum (existensíal-
ismi, rómantík) eða bókmenntategundum, oft sjaldgæfum eða óþekkt-
um í íslenskum bókmenntum, svo sem diwan og dípýrambos. í flokki
skáldskaparfræði eru tökuorðin 27 eða 26%; í hinum almenna flokki
eru tökuorð 10 eða 16 %.
Tafla 2
Dæmi um tökuorð í a-flettum:
absúrdleikrit, afórismi, akademía, akmeismi, alazon, alex-
andrínskur háttur, alkaískur háttur, anakreontík, analýtískt
leikrit, anekdóta, anóným, antólógía, apokrýfar bækur, aposi-
opesis, arkadísk ljóðlist, artes liberales, asyndeton, aþeismi.
Ýmis dæmi eru um nýmyndanir þar sem hugsuninni er gefið nýtt
form, eins og þegar conununication verður boðskipti:
Tafla 3
boðskipti (communication), firring (alienation), flétta (plot,
intrigue), flækja (desis, conflict), formgerð (structure),
frumminni (archetypos), táknmynd (signifiant), táknmið
(signifié) [tvö þau síðustu eru ekki flettur, en koma fyrir í
greinum].
Fróðlegt er að athuga einstofna orð, og þau eru ekki fleiri en svo að
saman voru tekin öll einstofna íslensk flettiorð sem er að finna í bók-
inni að meðtöldum orðum mynduðum með viðskeytum, og eru þau
sýnd hér í töflu. Útlend orð eru ekki tekin með, þótt stafsetning sé lög-
uð að íslensku, en hins vegar gömul tökuorð (skáletruð í töflunni) og
nýyrði (undirstrikuð í töflu), þótt þau séu mynduð af erlendri rót (fafla,
limrá). Þegar orðin eru skoðuð má sjá að oft er um að ræða gömul orð
sem hafa fengið sérmerkingu (merkt sm) eða nýja merkingu (merkt