Orð og tunga - 01.06.2009, Side 119
Vésteinn Ólason: Hugtök og heiti í bókmenntafræði
109
nm). Tiltölulega fá þessara orða eru það sem eðlilegt er að kalla hrein
bókmenntafræðiorð, þ.e. gömul orð með óbreytta merkingu (feitletr-
uð í töflu). í ýmsum tilfellum hafa þau að vísu einnig víðari merk-
ingu, en eru þó gamalnotuð um bókmenntir, t.d. senna og þáttur. Sam-
kvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans kemur orðið 'griplur' (um
nafnavísur eða akrostikon, fyrirbæri sem tíðkaðist á miðöldum og síð-
ar, amk. fram til Jóns Þorlákssonar) ekki fyrir í seinni tíma máli fyrr en
hjá Hannesi Péturssyni, en þessi merking er þó gefin bæði hjá Blöndal
og í íslenskri orðabók 1963. Orðið kemur raunar fyrir í Málsháttakvæði
(frá 13. öld) um eitthvað sem tínt er saman, virðist vera. Einkennilegt
er að orðið 'bragur' skuli ekki tekið upp í bókina; 'minni' kemur að-
eins fyrir sem millivísun til orðsins 'mótíf', og talar Snorri þó um 'forn
minni', en 'frumminni' er hins vegar flettiorð í ritinu.
Tafla 4
Einstofna orð, a-ö-flettur (orð mynduð með viðskeyti eru talin
með en ekki forskeytt orð; sérnöfn eru ekki talin með):
bók, bréf brot sm, bygging sm, drápa, einkunn, fafla, firring,
flétta nm, flokkur, flækja nm, form, gátur, gerð sm, glósur,
grallari, griplur, háð, hefð, heiti, hending, hneigð nm, hnign-
un, hvörf, höfundur, játningar, kenning, klám, klifun, kór sm,
kver, kviða, kviðlingur, kvæði, lausn nm, leikarar, limra, ljóð,
merking, [minni], níð sm, pappír, prósi, óður, rím, rímur, rolla,
saga, sálmar, seinkun sm, senna, skáld, snillingur, spjall sm,
spuni nm, stef, stígandi, stíll, [stuðlar, stuðlun], stýfing sm,
stæling, særingar, sögn, tákn, texti, tími, titill, túlkandi, vers, vísa,
vísun, ýkjur, þáttur, þula, þýðingar.
Þegar litið er á íslensku orðin í listanum um a-g-flettur með tilliti til
orðmyndunar er ljóst að samsett orð eru yfirgnæfandi, en fleiri teg-
undir orðmyndunar er að finna. Með forskeyti eru mynduð orð eins
og alfræði, atriði, formáli og forrit og með viðskeyti orð eins og bygging
eða leikari, sem bæði hafa hér þrengda eða yfirfærða merkingu. Sam-
sett orð með forsetningum, sem einnig eru talin til forskeyttra orða,
eru t.d. ádeila, áróður og ávarp.
Venjuleg samsett orð eru algengasti flokkur orða í Hugtökum og
heitum, eins og fram kemur í þessum dæmum úr a-flettum: aðalper-
sóna, aðferðafræði, afmælisrit, afstöðubókmenntir, almúgabækur, afþreying-
arbókmenntir, ástarsögur. Eins og nærri má geta eru orðin bók, saga og