Orð og tunga - 01.06.2009, Qupperneq 120
110
Orð og tunga
kvæöi einn liðurinn í miklum fjölda samsettra orða. Mjög mörg þess-
ara orða eru tökuþýðingar, þ.e. liðirnir eru fengnir með því að þýða
samsvarandi liði erlendra orða á íslensku: cilmúgabækur = Volksbiicher,
andhetja = anti-hero.
Ekki er hægt að segja að mörg hugtök í bókmenntafræði séu ís-
lensk að uppruna með upprunalega merkingu, þótt orðin séu íslensk,
en þó á það án vafa við orðin brageyra og hortittur, og líklega má bæta
við stuðlum og höfuðstaf, og þar með (h)ljóðstöfum. Önnur orð í Snorra
Eddu, sem gætu verið nýmyndanir þess tíma, eru: kenning, nykrað
(ekki fletta í Hugtökum og heitum) nýgervingar, ofljóst og refhvörf Mikil
orðmyndun hefur verið í heitum bragarhátta, en það verður ekki talið
hér enda fátt af því flettur í Hugtökum og heitum, þótt gerð sé grein fyrir
ýmsum helstu heitum bragarhátta í greininni rímnahættir.
4 Merkingarsvið
Rit eins og Hugtök og heiti hefur ekki eingöngu það hlutverk að miðla
ákveðnum og viðurkenndum orða- og hugtakaforða heldur einnig að
kynna ný viðhorf. Það er nýstárlegasti og líklega áhrifamesti þáttur
slíkra verka, þegar þau birtast, en úreldist líka fyrst. í Hugtökum og
heitum eru allmargar greinar, flestar alllangar, þar sem gerð er grein
fyrir viðhorfum og hugsunarhætti sem hafði verið ofarlega á baugi
á árunum fyrir útkomu ritsins og hlotið hljómgrunn hjá höfundum
þess. Eins og við er að búast voru það einkum aðrir en ritstjórinn sem
sömdu þær greinar. Mikið af því efni held ég að haldi fullu gildi innan
sinna marka, en sjálfsagt er það eða verður með tíð og tíma fremur
vitnisburður um tímana og höfundana en grundvöllur þess hvernig
menn glíma við bókmenntir. Helstu flettiorðin af þessu tagi eru talin
hér upp í töflu:
Tafla 5
boðskipti, bókmenntafélagsfræði, bókmenntafræði, bók-
menntarýni, formalismi, formgerð, frásagnarfræði, hug-
myndafræði, kvennabókmenntir, málvísindi, marxískar
bókmenntarannsóknir, merking, merkingarfræði, nýrýni,
sálfræðilegar bókmenntarannsóknir, skáldskaparfræði,
strúktúralismi, tákn, táknfræði, túlkunarfræði.