Orð og tunga - 01.06.2009, Qupperneq 121
Vésteinn Ólason: Hugtök og heiti í bókmenntafræði
111
Til þess að gera stutta grein fyrir þeim viðhorfum sem koma fram í
litlum hluta þessara greina verður nú skyggnst örlítið dýpra í ákveð-
ið merkingarsvið þar sem bókmenntafræðingar hafa átt við nokkurn
vanda að glíma þegar þurft hefur að móta skilvirkt íslenskt tungu-
tak, orð sem gera grein fyrir því hvernig hægt er að nálgast merkingu
orða og orðasambanda, og raunar stærri heilda, og þá margræðni sem
þau geta fengið, einkum í bókmenntum. Á áttunda áratugnum glímdu
bókmenntafræðingar m.a. við að orða hugsun sem einkum átti ræt-
ur að rekja til málvísinda og táknfræði. Sú nálgun er stundum kennd
við formgerðarstefnu (sjá flettuna strúktúralismi). Nokkra hugmynd
er hægt að fá um þessa glímu með því að lesa saman nokkrar flettur
í Hngtökum og heitum: merking og merkingarfræði, sem eru ómerktar og
vafalaust samdar af Jakobi, og tákn og táknfræði, sem eru merktar Hall-
dóri Guðmundssyni, en fleiri af þeim sem að framan getur tengjast
þeim. Tákn og merking eru gömul orð í íslensku, en heiti fræðigrein-
anna nýleg. Orðið tákn kemur snemma fram í kristilegum ritum á ís-
lensku. Ásgeir Blöndal Magnússon telur líklegast að það sé tökuorð
úr fornensku, fremur en tvímynd við teikn, sem hefur sömu merkingu
í fornu máli, þ.e. samsvarandi lat. signum. í bókmenntaumræðu 19. og
20. aldar var tákn löngum notað sem jafngildi orðsins symbol (en sym-
bol hefur raunar mismunandi merkingu eftir því hvort það er notað
í umræðu um bókmenntir og listir eða t.d. stærðfræði), og symbolismi
stundum nefndur táknsæisstefna. Merking er líka gamalt orð í íslensku,
en þegar það er notað um merkingu texta er það sennilega komið inn
í málið með kristilegum fræðum eins og teikn og merkir þá einkum
táknræna eða yfirfærða merkingu (sbr. Fritzner undir merking með til-
vísun í dæmi úr Stjórn).
Eftir að málvísindi Ferdinand de Saussure fóru að hafa áhrif á
bókmenntafræði varð hugtakið sign (enska, signe á frönsku, máli de
Saussures) fyrirferðarmikið í umræðu um táknfræði og bókmenntir
og yfirleitt þýtt á íslensku sem tákn (Halldór Halldórsson 1956:68). Þá
varð mikilvægt að gera greinarmun á því hvort notkun orðsins sam-
svaraði heldur merkingu orðanna symbol eða sign, en seinni merk-
ingunni tengist mikilvægt hugmyndakerfi málvísinda og táknfræði.
Symbol var þá í þessum málum einatt notað um skáldleg tákn eða
myndir sem höfðu víða en óskilgreinda skírskotun: bláa blómið, sólin,
krossinn, vegurinn, vatnið osfr., ellegar sértákn einstakra skálda eða
skáldverka sem fá aukna og dýpkaða, en þó ekki endanlega ákveðna,