Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 122
112
Orð og tunga
skírskotun í einstöku verki eða verkum vegna endurtekninga og
vensla við önnur orð.8 Um þessar tvær merkingar og blæbrigði þeirra
er fjallað í Hugtökum og heitum undir flettunni tákn.
Tákn í merkingunni sign er hjá de Saussure mjög skýrt skilgreint
sem samtenging tveggja óaðskiljanlegra hliða sem Saussure nefndi
signifiant (merkjandi) og signifié (hið merkta, inntak táknsins) (de Saus-
sure 1979:97-103). Því merkta, merkingunni, varð þá að halda skýrt
aðgreindu frá hlutnum eða fyrirbærinu sem vísað var til, referent, sem
Halldór Halldórsson gaf heitið merkingarmið á íslensku (Halldór Hall-
dórsson 1956:68). Samkvæmt einni grein táknfræði (og merkingar-
fræði) var tilvísuninni til merkingarmiðsins utan við textann þó frest-
að nánast endalaust því að eitt tákn vísaði jafnan fyrst og fremst til
annarra tákna. Á skilgreiningum merkingarfræðinnar hafði Halldór
Halldórsson tekið í háskólakennslu og ritum og lýst afstöðu þeirra
með þríhyrningnum: orð - merking - merkingarmið. Samkvæmt de
Saussure og lærisveinum hans var táknið ekki efnislegt heldur sálar-
legt fyrirbæri sem tengdi saman óskylda hluti á tilviljanakenndan hátt
(ekkert við fyrirbærið 'hundur' getur skýrt af hverju það heitir hund-
ur), og jafnóhugsandi væri að skilja milli hins táknandi og hins tákn-
aða og að kljúfa pappírsörk (de Saussure 1979:97-103). Á áttunda ára-
tugnum fundum við sem stunduðum kennslu í bókmenntafræði upp
á því, þegar við vorum að reyna að skýra þetta fyrir stúdentum, að láta
tákn jafngilda merkingu í kerfi Halldórs en nefna tvær hliðar þess tákn-
mynd (signifiant) og táknmið (signifié). Táknmyndin er þá hugmyndin
um hið efnislega fyrirbæri, hljóð, bókstaf eða annað sem samkomulag
er um að tákni táknmiðið, hugmyndina sem bendir á merkingarmið-
ið eða er vakin af því. Táknið getur hins vegar gengið inn í stigveldi:
bókstafurinn og fónemið hafa ekki neitt jákvætt inntak og greinast frá
öðrum fónemum eða grafemum vegna kerfisbundins mismunar; en
flest orð hafa merkingu sem vísar út fyrir kerfið, á merkingarmið.
Þegar kemur að merkingu orða og orðasambanda er hún ekki allt-
af sú sama. Orð geta verið tvíræð eða margræð, þ.e. vísað til fleiri
merkingarmiða en eins, en þótt þau séu einræð að kalla getur merk-
ing verið breytileg eftir samhengi, og til að reyna að festa hendur á
því hafa menn talað um denotation og connotation. Þetta var stundum
nefnt aðalmerking og aukamerking, en var ekki heppilegt í bókmennta-
sRétt er að hafa í huga að í fræðum eins og stærðfræði er orðið symbol jafnan notað
um einræð tákn.