Orð og tunga - 01.06.2009, Side 128
118
Orð og tunga
ávísun á einhvers konar þrengsli í landslagi. Það er ö-stofn og beygðist
í fyrstu eins og fjöður, þ.e.: Klömbur, Klömbur, Klömbur, Klambrar.
Finnur Jónsson fjallaði einna fyrstur um þetta bæjarnafn og beyg-
ingu þess. Hann segir (1911:575):
„Klömbr" merkir víst fleygmyndað vik inn í eitthvað, er
endast á skörpu horni þar sem tvær hliðar mætast (eins og
tveir armar þríhyrníngs). Hvort landslagið, þar sem bæj-
irnir standa, hefur líkíngu við klömbur og nafnið dregið
þar af, veit jeg ekki. Eftir B. Hald. [þ.e. Birni Halldórssyni]
ætti orðið að þýða grýtt eða hamrafult land („saxetum in-
vium").
Þessi lýsing er nærri lagi, en nú verður fyrst farið fáeinum orðum um
heimkynni bæjarnafnsins, heimildir um það og meðferð þess. Síðan
verður rætt um hvern bæ fyrir sig.
2.2 Heimkynni, heimildir og meðferð
í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (frá upphafi 18. aldar) eru
þrír bæir á Islandi nefndir Klömbur. Einn þeirra stóð skammt frá Stóru-
Borg undir Eyjafjöllum, annar er í Vesturhópi í Húnavatnssýslu og
sá þriðji í Aðaldal í Þingeyjarsýslu, sá eini þessara þriggja þar sem
enn er búið (2007). Þessara bæja er einnig getið í hinum óprentuðu
jarðabókum frá 1686 og 1695-1697.1
Enn fremur er í jarðabókum getið um eyðikot með þessu nafni í
landi Skarðs í Haukadal í Dalasýslu. Fjallið þar uppi yfir er „enn í
dag" kallað Klambrafell (ritað svo), segir í jarðabók þeirra Árna og Páls
(6:54). Um Klömbur í Reykjavík verður rætt síðar (2.7). Ekki er vitað
um fleiri býli með þessu nafni.
Heimildir um bæjarnafnið Klömbur ná aftur á 14. öld. Allra bæj-
anna þriggja er getið í máldögum og bréfum frá 14., 15. og 16. öld
(sumt í uppskriftum frá 17. öld), fyrst í samsetningunni Klambrarland í
Auðunarmáldaga 1318 og Borgarmáldaga 1332 (DI 2:431 og 678). Alls
eru 23 dæmi í skjölum sem út eru gefin í íslenzku fornbréfasafni, en hafa
1 Björn Lárusson 1967:87, 230 og 298. Bjöm notar alls staðar nafnið Klömbur sem
samræmt heiti, en frumgögn hefi ég ekki athugað.