Orð og tunga - 01.06.2009, Page 132
122 Orð og tunga
á öldina, því að nýja myndin Klambrn er höfð í manntalinu 1801 sem
fyrr sagði (2.2).
2.4 Klömbur í Haukadal
Elsta heimildin um Klömbur í Haukadal er jarðabók Árna og Páls frá
1703. Þá var Klömbur örnefni en talið hafa verið heiti á eyðibýli. Þar
segir (7:54):
Um þetta vita menn ekkert víst, en fjallið þar uppyfir er
enn í dag kallað Klambrafell. Kann ekki að byggjast fyrir
skriðum, slægnaleysi og vatnagángi.
Höfundur þessara orða virðist gera ráð fyrir því, að Klambrafell sé
dregið af Klömbur. Að réttu lagi hefði það þá átt að heita Klambrarfell.
En þetta gæti verið bending um að ekki hafi lengur verið gerður skýr
greinarmunur á klömbur og klömbrur. í ótraustri örnefnaskrá Ara Gísla-
sonar eru þessi orð nánast lögð að jöfnu og talin fleirtöluorð.10 Þar seg-
ir (bls. 7): „Mun þetta vera hinar fornu Klömbrur (104), sem talað er
um 1703". Varla getur þessi tilvísun átt við annað en jarðabók Árna og
Páls, en þar stendur skýrum stöfum „Klömbur" en ekki „Klömbrur".
Annaðhvort er þarna um mislestur að ræða eða litið svo á að klömbur
og klömbrur séu eitt og hið sama (sbr. Baldur Jónsson 2008:72).
Nú er allt óvíst um kotbýlið Klömbur í Haukadal, en eftir frásögn-
um að dæma hefði það átt að vera undir Klambrafelli rétt innan við
Haukadalsskarð og veginn um skarðið. Einhvers konar þrengsli hafa
væntanlega ráðið nafni. Eins og nú háttar til á þessum slóðum, er af-
ar landlítið milli hlíða Klambrafells og árinnnar í dalnum, aðeins mjó
landræma, en handan (vestan) ár er dálítið undirlendi í dalbotninum,
votlent.
Nú er fjallsheitið Klambrafell jafnan ritað svo, eins og kennt sé við
fleiri en eina klömbur. Líklegra er þó, að fellið hafi verið kennt við
Klömbur í upphafi, og þá heitið Klambrarfell, en misst síðara r-ið þegar
fram liðu stundir, eins og fleiri slík orð.
í örnefnaskrá Ara Gíslasonar segir svo (bls. 6): „Sunnan við Hauka-
dalsskarð rís upp fell, sem heitir Klambrafell". En á næstu blaðsíðu er
10Þetta er aðalskrá Ömefnastofnunar íslands um ömefni í landi Skarðs í Haukadal.
Ari Gíslason á Akranesi tók hana upphaflega saman. Síðan var hún endurskoðuð og
hreinrituð af Einari G. Péturssyni og skrásett á Ömefnastofnun 8. júlí 1971.