Orð og tunga - 01.06.2009, Page 136
126 Orð og tunga
„frá Klömbrum" og afi Ingibjargar, konu Júlíusar læknis Halldórsson-
ar.
Meira en öld síðar ritaði Jóhann Skaptason sýslumaður lýsingu
Suður-Þingeyjarsýslu, sem birtist í árbók Ferðafélags íslands 1978.
Hann segir bæinn heita Klömbur (bls. 61) og hugsar sér það greinilega
sem fleirtöluorð, því að hann segir „milli Prestshvamms og Klambra"
(bls. 61 og 72). í samsetningum er forliðurinn ætíð Klambra- (Klambra-
bóndi, Klambrakvísl, Klambrasel), en í staðarnafnaskrá árbókarinnar er
bæjarheitið bæði tekið upp sem Klambrar og Klömbur (bls. 128). Lík-
lega er skráin verk ritstjórans, Páls Jónssonar, fremur en höfundar, því
að nafnið Klambrar (kk. ft.) er nýjung sem ekki er vitað um með vissu
fyrr en á 20. öld, og þá að mestu samkvæmt munnlegum heimildum
úr Húnaþingi vestra og Reykjavík (sjá 2.6 og 2.7).17
Sýslumaður hefir ekki kært sig um að fylgja dæmi þeirra sem gáfu
fyrst út bæja- og ábúendatal úr Suður-Þingeyjarsýslu, ByggÖir og bú
1963, en þar er Klömbur látin hafa sína upphaflegu beygingu.18 Guðný
skáldkona er t.d. sögð vera „frá Klömbur" (bls. 29), og sagt er: „Tún
Brekku og Klambrar ná saman" (bls. 575), en í 2. útgáfu þessa rits
1986 er að vísu sagt „í Klömbur" og „að Klömbur", en eignarfallið
haft Klambra eins og það væri í fleirtölu: „Tún Brekku og Klambra ná
saman" (Byggðir og bií 1986:498).
Enn er búið í Klömbur, og sumir þar um slóðir halda fornu ein-
tölubeygingunni í þágufalli (Klömbur) fast fram. Þess varð höfundur
vís, er hann hitti fólk að máli á Grenjaðarstað og í Klömbur sumarið
2001. Raddir voru um að breytt hefði verið úr „Klömbrum" í „Klömb-
ur" fyrir fáeinum áratugum. Þar gætir eflaust áhrifa sr. Sigurðar Guð-
mundssonar vígslubiskups, sem var prestur á Grenjaðarstað 1944-
1986. Þegar ég minntist á nafnið Klömbur við hann í samtali 21. mars
2006, sagðist hann hafa það í þágufalli Klömbur og í eignarfalli Klambr-
ar, sagði að það beygðist eins og gimbur og bar Kristján Eldjárn fyrir
því.
Ljóst er þó, að gamla beygingin stendur enn völtum fótum nyrðra
og nafnið jafnvel óbeygt í eignarfalli.19
l7Páll Jónsson (f. 1909) var frá Lundum í Stafholtstungum, en átti lengst af heima í
Reykjavík.
18Árni Kristjánsson, menntaskólakennari á Akureyri, las yfir handrit og prófarkir.
19Það sannreyndi ég í samtali við húsfreyju á næsta bæ 23. júní 2007. Jón Ármann
Héðinsson, fv. alþm., sem er kunnugur í þessari sókn, hafði áður spurst fyrir um
beyginguna að minni beiðni í febrúar 2004. Enginn af viðmælendum hans kannaðist