Orð og tunga - 01.06.2009, Qupperneq 139
Baldur Jónsson: Klambrar saga
129
Hannes Þorsteinsson (1923:61) getur þess réttilega að bærinn heiti
Klömbur (kv. et.) í skjali frá um 1344 og í jarðabókum, og telur því
vafalaust að það sé upphaflega nafnið. Síðan fullyrðir hann að Júlí-
us læknir Halldórsson hafi breytt nafninu í fleirtöluorð, þegar hann
fluttist þangað 1878, og segist hafa það eftir frásögn hans sjálfs (sbr.
Kristján Eldjárn 1953:154, 1. nmgr.). Þetta merkir að Júlíus hefir, eins
og margir aðrir, talið klömbur vera fleirtöluorð.
Áður var komið fram að Ingibjörg, kona Júlíusar, var bróðurdótt-
ir Guðnýjar skáldkonu „frá Klömbrum" í Aðaldal. Þessi merkishjón
endurnýjuðu húsakost í Klömbur í Vesturhópi, og reistu þar steinhús,
en bæjarnafnið fluttu þau ekki með sér. Það er frá miðöldum, eins og
fram hefir komið (sjá 2.1). Júlíus varð ekki einu sinni fyrstur manna
til að breyta gömlu beygingunni þar vestra. Hin nýja fleirtölubeyging
var kunn í Húnaþingi mörgum áratugum áður en Júlíus og Ingibjörg
fluttust í Klömbur.25
í sóknarlýsingu sr. Jóns Þorvarðssonar á Breiðabólstað í Vesturhópi
frá 1839 er bæjarnafnið ritað Klömbr og Klömbur (Sýslu- og sóknalýsing-
ar ..., bls. 61 og 62). Beygingin sést ekki, en þar er nefnd Kla?nbraá
(sem hét Klambrará í jarðabók Árna og Páls) og Klambrafell, fyrir norð-
an Tröllakirkju, hið sama og áður var getið. Þessar samsetningar gætu
bent til þess, að sr. Jón hafi hugsað sér að Klömbur væri fleirtala. Stað-
fest er í annarri heimild að svo hefir verið. í „Útfararráðstöfun Jóns
Þorvarðssonar", dags. 21. febrúar 1847, er nafnið beygt í þg. ft. Klömbr-
um (Blanda 6:155).
Nú er þess að gæta að sr. Jón Þorvarðsson (1763-1848) óx upp í
Þingeyjarsýslu, var ungur á Grenjaðarstað og bjó m.a.s. eitt ár í Klömb-
ur (Klömbrum) í Aðaldal (1791-1792), löngu áður en Guðný skáld-
kona kom þangað (íslenzkar æviskrár 3:328; Blanda 6:149). Sr. Jón var
þó ekki alger nýgræðingur í Húnaþingi, þegar hann ritaði sóknarlýs-
ingu sína. Hann hafði flust þangað 1817, bjó á Breiðabólstað í Vestur-
hópi og andaðist þar 1848.
Um og eftir miðja 19. öld er ýmislega með bæjarnafnið farið, sbr. 5.
nmgr. í Hiínvetninga sögu Gísla Konráðssonar (1787-1877) er nafnið í
Vesturhópi ýmist í eintölu eða fleirtölu, en nafnið í Aðaldal eingöngu
í eintölu, þó að þar sé talað um Guðnýju skáldkonu sem sjálf sagðist
25Missagt er í nýlegri ritgerð (Ingunn Þóra Magnúsdóttir 2001:227) að bærinn hafi
fengið nafnið Klömbur eftir bæ Guðnýjar skáldkonu. Beyging nafnsins (Klömbrum í
þágufalli) mun þó ættuð þaðan.