Orð og tunga - 01.06.2009, Qupperneq 140
130
Orð og tunga
vera „frá Klömbrum". í Annál nítjándu aldar eftir sr. Pétur Guðmunds-
son í Grímsey (1832-1902) er nefnd „Guðrún Jónasdóttir Samsonar-
sonar frá Klömbru í Húnaþingi" (3,3:225). Aðrir hafa kallað bæinn
Klömbur, en beygt nafnið sem fleirtöluorð eins og Júlíus læknir, t.d.
Páll Kolka í Föðurtúnum 1950 (sjá einkum bls. 326-328 og 550). Ann-
ar Húnvetningur, Jón Jóhannesson, síðar prófessor, nefnir á einum
stað „Júlíus lækni Halldórsson í Klömbrum" (Blanda 8:301), en síðar
gaf hann út Hrafnagilsannál og segir þá (Ann. 4:673nm.): „Bóndinn í
Klömbur hét Guðmundur Þorkelsson".
Enn er allur gangur á. í 2. bindi Húnaþings (1978:445) segir svo
undir fyrirsögninni „Klömbur" [svo]: „Síðast bjó í Klömbrum Guð-
mann Arnason. Jörðinni hefur nú verið skipt í tvennt". Þeir hlutar eru
síðan nefndir „Klömbrur syðri" og „Klömbrur ytri". í 3. bindi Hiína-
þings (1989:326) segir hins vegar: „Klambrar eða Klömbur (Klömbrur)
eru fyrir ofan veginn" og nokkru síðar: „Heimildir benda til þess, að
Klömbur séu eldra nafn, en í dag er jörðin jafnan kölluð Klambrar". -
Því má svo bæta við að í nýlegri árbók Ferðafélags íslands er gamla
beygingin enn í gildi. Þar segir að Júlíus læknir hafi búið „í Klömbur í
Vesturhópi" (Jón Torfason 2007:113).
Ljóst er að nýjasta mynd nafnsins er Klambrar (kk. ft.). Hana hefi
ég ekki séð á prenti fyrr en í nýnefndu dæmi úr Húnaþingi 3 frá 1989.
En heimildarmenn hafa staðfest í samtölum við mig að heitið Klambrar
sé nú almennt notað, og sumir hafa vanist því frá blautu barnsbeini.
Það virðist því hafa verið til síðan snemma á 20. öld, a.m.k. í hug-
um sumra.26 Nú er ekki lengur föst búseta á jörðinni, en hið merka
steinhús Júlíusar læknis hefir nýlega verið gert upp, og á nafnskilti
við þjóðveginn stendur „Klambrar".
2.7 Klömbur í Reykjavík
Meðal barna Júlíusar Halldórssonar og Ingibjargar Magnúsdóttur var
Maggi Júl. Magnús, læknir og síðar bæjarfulltrúi í Reykjavík. Árið
26Meðal þeirra eru Þór Magnússon, fv. þjóðminjavörður, Álfhildur Pálsdóttir, hús-
freyja á Hvammstanga, bæði fædd 1937, og Helgi Hálfdanarson ljóðaþýðandi (1911-
2009). Þegar Helgi fæddist, bjuggu foreldrar hans á Breiðabólstað í Vesturhópi, þar
sem faðir hans var prestur. Helgi var varla farinn að muna eftir sér, þegar foreldrar
hans fluttust þaðan 1914, en sagðist oft hafa heyrt þau minnast á fólkið „í Klömbrum",
og hafi lært af þeim, eða a.m.k. skilið það svo, að bærinn héti Klambrar (kk. ft.). Þetta
sagði Helgi mér í símtali síðla árs 2008.