Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 141
Baldur Jónsson: Klambrar saga
131
1925 festi hann kaup á Norðurmýrarbletti 4, erfðafestulandi austur af
Norðurmýri í Reykjavík, þar sem Kjarvalsstaðir eru nú. Maggi hóf þar
búskap og nefndi býli sitt Klömbur eftir fæðingarbæ sínum í Vestur-
hópi. Eflaust hefir hann skilið það sem fleirtöluorð eins og faðir hans.
Túnið sem því fylgdi, varð síðar almenningsgarður og jafnan kallað
Klambratún en síðar formlega nefnt Miklatún (sjá Pál Líndal 1987:181).27
Ekki verður um það deilt að býlið hafi upphaflega heitið Klömbur.
Sonur Magga, Júlíus M. Magnús, nefnir það svo í bréfi til bæjarráðs,
dags. 16. febrúar 1948.
Fjórum árum áður hafði Guðmundur Gíslason læknir ritað bæjar-
ráði bréf, dags. 8. des. 1944, og segir þar m.a.: „Eigendur eignarinn-
ar Klambrar (Norðurmýrarblettur 4) í Reykjavík, hafa tjáð sig fúsa til
að leigja mér Klambratúnið [svo]". Þarna liggur beinast við að skilja
„Klambrar" sem eignarfall eintölu eins og „eignarinnar". Þó er ekki
óhugsandi að það eigi að vera nefnifall eins og „Norðurmýrarblett-
ur". Ef svo ber að skilja, er „Klambrar" líklega karlkynsorð í fleirtölu
og væri þá fyrsta bókfesta dæmið (mér vitanlega) um þá nýju fleir-
tölumynd.
í öðrum skjölum sem skoðuð voru í Borgarskjalasafni, er nafnið
notað í aukaföllum fleirtölu. Þágufallið er jafnan Klömbrum og eign-
arfall Klambra (einnig í heitinu Klambratún). Eitt dæmi mátti greina
um þolfallið Klömbrur, og hefir þá nefnifallið í það skipti einnig verið
Klömbrur (kv. ft.).
í sagnfræðilegu riti sem út kom 1986, er mynd af býlinu sem nefnt
er Klömbur. Sagt er frá tilkomu þess og nafnið beygt sem fleirtölu-
orð, eins og í upphafi, þg. Klömbrum o.s.frv. (Þórunn Valdimarsdótt-
ir 1986:46). í öðru sagnfræðiriti, sem kom út 12 árum síðar (1998),
er einnig birt mynd af býlinu, en undir henni stendur nú „Bærinn
Klambrar", og þannig er nafnið líka haft í meginmáli. í ritinu er auk
þess tekinn upp frásagnarkafli eftir Bryndísi Schram (f. 1938) þar sem
býlið er nefnt Klambrar og nafnið síðan beygt eftir því. Það er talið
fleirtöluorð í karlkyni.28
Nú er þetta býli úr sögunni, en margir gerðu sér hugmyndir um
27í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, bls. 8, er fréttaskýring um nöfnin Miklatún og
Klambratún eftir Sigurð Pálma Sigurbjömsson undir aðalfyrirsögninni „Bæði nöfnin
eiga stutta sögu". Þar er haft eftir Gísla Marteini Baldurssyni borgarfulltrúa að nafnið
Miklatún hafi verið ákveðið á fundi borgarráðs 1964.
28Sjá Eggert Þór Bernharðsson 1998:41-42 og 43 (mynd). Frásögn Bryndísar Schram
er á bls. 52-53.