Orð og tunga - 01.06.2009, Page 142
132
Orð og tunga
nafn þess meðan það var og hét. Rosknir Reykvíkingar sem spurðir
hafa verið, hafa gefið mismunandi svör, en allir hafa hugsað sér fleir-
töluorð: Klömbrur (kv.), Klambrar (kk.) og jafnvel Klambrir (kv.).29
Nýjustu fréttir eru þær að Klambrar sé orðið nafn á leikskóla í
Reykjavík (Morgunblaðið 11. nóvember 2003, bls. 19). Þegar spurst var
fyrir um nafngiftina á leikskólanum, fengust þau svör að hún styddist
við nafnið Klambratún.
Telja má víst að nafnið á býlinu hafi mest verið notað í þágufalli og
eignarfalli, eins og títt er um bæjarnöfn. Af þeim beygingarmyndum
einum sér, Klömbrum eða Klambra, verður ekkert ráðið um kynferði
eða nefnifallsmynd, en þegar svo stendur á, tekur ósjálfráð ályktun
við. Þannig eru til komin nöfnin Bníar, Eiöar, Gásar, Laugar, Látrar o.fl.,
öll notuð sem fleirtöluorð í karlkyni, þótt ekkert þeirra sé karlkyns í
upphafi (sjá Harald Bernharðsson 2004 og 2006).
3 Skyld nöfn
Hér verður að lokum drepið á nöfn á Akranesi sem eiga ekki beinlínis
samleið með bæjarnafninu Klömbur (et.) en eru í ætt við það.
Til er örnefnaskrá Innra-Hólms sem Ari Gíslason tók saman og
hann segir bóndann á bænum hafa staðfest 1966. Þar segir (bls. 4):
Utan við Myllusand eru klettar, sem heita Klembrur (67);
þar var byggt fyrir um 60 árum, upp af þeim, og býlið nefnt
Klembrur (ekki Klömbrur). Það mun hafa verið þar, sem
býlið Vellir stendur nú.
Prestur sem húsvitjaði á þessu býli 1885 og 1886, kallar það Klembrur í
sálnaregistri Garðasóknar.30
Samkvæmt annarri heimild var um skeið húsmennskubýli í landi
Innra-Hólms og nefndist Klömbrur. Þar var einungis búið á árunum
29Fyrirspumir mínar hafa verið skipulagslausar, en ég hefi borið þetta undir all-
marga á ýmsum aldri. Ég nefni hér sérstaklega tvo skilríka menn, Ragnar Ingimars-
son prófessor (f. 1934) og Þorstein Sæmundsson stjörnufræðing (f. 1935). Báðir ólust
upp í grennd við Klambratún skömmu eftir að býlið var reist og eru æskuvinir, en
þeir hafa sína útgáfuna hvor. Ragnar segir Klambrir (kv. ft.), en Þorsteinn Klambrar
(kk. ft.).
30Ég þakka Gunnlaugi Haraldssyni fyrir að fræða mig um þetta í bréfi til mín, dags.
23. maí 2005.