Orð og tunga - 01.06.2009, Qupperneq 143
Baldur Jónsson: Klambrar saga
133
1885-1888. Býli þetta stóð á „milli Innra-Hólms og Þaravalla, nálægt
sjónum, en rétt vestan við merkin, Þaravallamegin" (Byggðir Borgar-
fjarðar 2:113). Á uppdrætti í sama riti (bls. 89) eru Klömbrur merktar
milli Innra-Hólms og Valla, nær Innra-Hólmi. Varla getur þetta ver-
ið annað býli en það sem minnst er á í sálnaregistrinu. En tvennum
sögum fer þá bæði af heitinu og staðsetningunni.
Samkvæmt enn annarri heimild hefir Klömbrur verið örnefni í landi
Innra-Hólms. Orðabók Háskólans vísar á þetta dæmi úr Sunnanfara
(12. árg. 1913:61): „Skamt frá Innra-Hólmi er eingjastykki, sem Klömbr-
ur heita; þar eru gamlar mógrafir uppgeingnar og lítið vatn í, en for".
Húsmennskubýlið er nú horfið svo og engjastykkið með mógröf-
unum.
Á fáeinum stöðum út með ströndinni allt frá Þaravöllum eru klett-
ar sem heita Klembrur, og utan við Innstavogsnes er grasi gróið sker
sem heitir Klembra.31 Klettarnir eru oft klakabrynjaðir í frostum, eða
klembraðir, og gæti nafnið á býlinu verið sprottið af því. Eftir heim-
ildunum að dæma hefir það heitið Klembrur þau fáu ár sem þar var
búið.32
Nafnið á engjaspildunni, Klömbrur, gæti verið til komið vegna þess
að hún hafi verið ill yfirferðar; Klömbrur merki þá 'torfæra, ógöngur'
(sbr. Baldur Jónsson 2008:73). Hitt er þó allt eins líklegt að heiti býl-
isins hafi, í breyttri mynd, flust yfir á spilduna, orðunum Klembrur
og Klömbrur verið ruglað saman. Stofnbrigðin klembr-/klambr- eru vel
kunn, og verður gerð grein fyrir þeim í sérstakri ritgerð síðar.
4 Um klambra(r)- og klömbru- í örnefnum
Um þessa forliði í samnöfnum hefir áður verið fjallað í fyrri hluta
Klambrar sögu, og nokkur dæmi til viðbótar hafa verið nefnd hér á
undan í köflunum um bæjarnafnið Klömbur. Ekki verður annað séð en
allt komi vel heim við það sem haldið hefir verið fram um aldur og
31Fróðleik um þessi örnefni hefi ég úr fyrmefndu bréfi Gunnlaugs Haraldssonar.
32Ég kom að Innra-Hólmi 12. maí 2005 ásamt Gunnlaugi Haraldssyni. Húsfreyjan á
bænum, Sigurrós Sigurjónsdóttir, gekk með okkur um landareignina og fræddi okkur
um klettana og það sem ég spurði um. Ekki kannaðist hún við býlið Klömbrur eða
Klembrur, en minntist þess að amma sín hefði sagt um stráka að þeir væru einhvers
staðar uppi í klömbrum og átti þá við að þeir væru í fjallinu fyrir ofan bæinn. Það er
snarbratt og klettótt með skriðum og grunnum giljum.