Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 146
136
Orð og tunga
drætti frá Landmælingum íslands (Suðvesturland 1:100 000, útg. 1989)
má sjá örnefnið Klömbrugil í Ármannsfelli upp af eyðibýlinu Svartagili.
Á aðra hönd er Svartagil en Ármannsgil á hina. Ef nafnið er gamalt,
er ekki ólíklegt að gilið hafi áður heitið Klambrargil, eins og gilið í Ölf-
usi, og þá verið kennt við klömbur 'þröngt klettagil, klettaskora'. Síðan
hafi verið skipt um forlið þegar líða tók á aldir, klömbru- sett í stað
klambrar-.
í gögnum Örnefnastofnunar íslands eru ekki tiltæk dæmi um for-
liðinn klambra(r)- eða klömbru- í örnefnum umfram þau sem nefnd hafa
verið í þessari ritgerð.
5 Lokaorð
í fyrri hluta Klambrar sögu (Baldur Jónsson 2008) er rakin saga orðsins
klömbur og tveggja þeirra orða sem af því hafa sprottið. Þau eru fleir-
töluorðið klömbrur og kvenkynsorðið klambra. í þeim hluta var nær
eingöngu fjallað um samnöfn, en hér í síðari hlutanum var komið að
sérnöfnum, og fer mest fyrir bæjarnafninu Klömbur og meðferð þess.
Heimildir eru um þrjá bæi með þessu nafni síðan á 14. öld. Einn
var undir Eyjafjöllum, annar í Vesturhópi í Húnavatnssýslu og sá
þriðji í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. í jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns er að auki getið um örnefnið Klömbur í Haukadal í Dalasýslu,
þar sem talið er líklegt að kotbýli hafi staðið áður fyrr. Þessir bæir hafa
allir verið kenndir við einhvers konar þrengsli eða kví. Klömbur hét
býli sem reist var í Reykjavík 1925, en er nú fyrir löngu úr sögunni.
Það fékk nafn sitt frá Klömbur í Vesturhópi.
Meðferð þessara nafna er ofurlítið misjöfn. Upphaflega beygingin
virðist hafa haldist fram undir 1800, en fer þá alls staðar að riðlast.
Klömbur undir Eyjafjöllum fékk myndina Klambra um 1800, og það
nafn er nú varðveitt á nýju bæjarstæði. Um þær mundir verður einnig
breyting á nöfnum norðlensku bæjanna, en þó á annan veg. Þau halda
lengst af nefnifallinu Klömbur, en nafnið síðan oft og tíðum beygt sem
fleirtala væri. Myndin Klömbrur leitar þó einnig á í nefnifalli, og nú
síðast Klambrar í Vesturhópi.
þetta gil er kallað Klandragil. Það er án efa rangt. Þessi skrá er vélrit eftir eiginhand-
arriti Pálma Hannessonar rektors, og segir þar að hann hafi sums staðar „skrifað svo
óskýrt, að ekki verður lesið með öruggri vissu". Forliðurinn klandra- er óþekktur í
íslenskum örnefnum að sögn Svavars Sigmundssonar.