Orð og tunga - 01.06.2009, Page 147
Baldur Jónsson: Klambrar saga
137
í Reykjavík breyttist nafnið Klömbur fljótlega í meðförum, ýmist
í Klömbrur (kv. ft.), Klambrar (kk. ft.) eða Klambrir (kv. ft.). Klambrar
virðist algengast. Það er í raun merkingarlaust nýyrði, en er nú orðið
nafn á leikskóla í höfuðborginni.
í sérstökum kafla (3) er sagt frá örnefnunum Klembrur og Klömbrur
skammt frá Innra-Hólmi á Akranesi. Klembrur er nafn á klettum út
með sjónum. Þeir verða klembraðir í vetrarveðrum, þegar sælöðrið
frýs á þeim, og er það oft tilkomumikil sjón. Á árunum 1885-1888 var
býli þar skammt frá með þessu sama nafni. Það er nú horfið, en á svip-
uðum slóðum var engjaspilda sem í yngri heimild nefnist Klömbrur.
Líklegt er að hún hafi nafn sitt annaðhvort af því, að hún var torfær
eða nöfnunum Klembrur og Klömbrur hefir slegið saman. Stofnbrigð-
in klembr-/klambr- eru vel þekkt, og verður fjallað um þau í sérstakri
ritgerð síðar.
Loks er gerð grein fyrir forliðunum klambra(r)- og klömbru- í ör-
nefnum. Síðustu aldirnar hefir gætt vaxandi tilhneigingar til að nota
klömbru- sem forlið í samsetningum í stað klambrar-.
Heimildir
Ann. = Annálar 1400-1800. Annales Islandici posteriorum sæculorum 1-8.
1922-2002. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.
ÁBIM.: Sjá Ásgeir Blöndal Magnússon.
Árni Björnsson. 1997. Dalaheiði kringum hæl Hvammsfjarðar frá
Krosshellu að Guðnýjarsteinum. ífjallhögum milli Mýra og Dala, bls.
127-214. Árbók 1997. Ferðafélag íslands.
Árni Magnússon og Páll Vídalín. Sjá Jarðabók.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orða-
bók Háskólans.
Baldur Jónsson. 1988. Egiptaland og Kípur. Málfregnir 2,1:19-27.
Baldur Jónsson. 2008. Klambrar saga. Fyrri hluti. Kvenkynsorðið
klömbur og afkvæmi þess. Orð og tunga 10:61-93.
Björn Lárusson. 1967. The Old Icelandic Land Registers. Lund: CWK
Gleerup.
Björn Teitsson. 1973. Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu
1703-1930. Sagnfræðirannsóknir. Studia Historica. Sagnfræðistofn-
un Háskóla íslands. Ritstjóri: Þórhallur Vilmundarson. 2. bindi.
Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.