Orð og tunga - 01.06.2009, Page 154
144
Orð og tunga
Rökstuðningurinn er hér sá að nafnið Borgarfjörður eystra sé
gamalt mál en líka að það sé rökréttara og hentara.2 Hér verða tvær
síðari röksemdirnar látar liggja á milli hluta enda t.d. erfitt að skil-
greina hentugleika. Aldurinn reynist erfitt að staðreyna. Þess má þó
geta að í fylgiskjölum við Jarðabókina, sbr. Árna Magmísson (1990), kem-
ur Borgarfjörður við sögu í örfá skipti en alltaf án nánari staðarákvörð-
unar. Það gæti því bent til þess að eystri/eystra væri seinni tíma viðbót.
En í Vallaannál frá 1709, sbr. Annála 1400-1800 (1922-1927:491), er tal-
að um firðina austanlands með lýsingarorði.3
(2) Bóla gekk í Fljótsdalshéraði og svo fjörðunum hinum
eystrum.
í ýmsum samtímaheimildum er nefnifallið skráð á báða vegu, jafnt
í opinberum heimildum sem heimildum af öðrum toga. Á tveimur
vefsíðum t.d. kemur nafnið Borgarfjörður eystri fram. Þrátt fyrir það
hefst önnur þeirra svo:4
(3) Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Aust-
fjarðahálendið.
Tilgangur greinarinnar er fræðilegur, einungis sá að sýna fram á
hvernig hægt er að skýra orðmyndina eystra, þ.e. hvort um er að ræða
form af miðstigi lýsingarorðs eða hvort á ferðinni sé atviksorð; eystri
getur hins vegar ekki verið annað en miðstig lýsingarorðs. Til frek-
ari glöggvunar verður rætt um ýmsar hliðstæður sem telja verður að
skipti máli. En formlega séð má greina eystri og eystra á eftirfarandi
hátt í því samhengi sem um ræðir:
2Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson (2006:75), Borgfirðingur að ætt og uppruna, tjáði
sig í lesendabréf í Morgunblaðinu og er á sama máli og Ármann: Nafnið er Borgar-
fjörður eystra. Bjöm S. Stefánsson (2002:49) hefur líka tjáð sig á sama vettvangi um
Borgarfjörð og Hellisheiði, hvort tveggja austanlands, og er sömu skoðunar og þeir
Ármann og Vigfús.
3Dæmið fannst í ritmálssafni Orðabókar Htískólans. Tekið skal fram að allar letur-
breytingar (skáletrun) í dæmunum hér á eftir em greinarhöfundar.
•'www.nat.is/travelguide/borgarfjordur_eystri.htm. Hinn vefurinn ber nafnið
www.borgarfjordureystri.is/. Báðir vefirnir voru síðast skoðaðir 21. janúar 2008.