Orð og tunga - 01.06.2009, Page 155
145
Margrét Jónsdóttir: Á Borgarfirði eystri - á Borgarfirði eystra
(4) NEFNIFALL
a. Borgarfjörður eystri eystri er miðstig lýsingarorðs
b. Borgarfjörður eystra eystra er miðstig lýsingar- orðs5
c. Borgarfjörður eystra ÞÁGUFALL eystra er atviksorð
d. Borgarfirði eystri eystri er miðstig lýsingarorðs, nútímamál
e. Borgarfirði eystra eystra er miðstig lýsingarorðs, forn beyging
f. Borgarfirði eystra eystra er atviksorð.
uPPbygging greinarinnar er þessi: í öðrum kafla er dregi
fram ýmis fróðleikur, einkum málfræðilegur, um orðið eystri og önn-
ur orð af sömu gerð. í þriðja kafla er rætt um beygingu miðstigs að
fornu og nýju og beygingarsagan rakin í stórum dráttum. I fjórða kafla
er komið að beygingu miðstigs með sérnöfnum auk þess sem ýmsar
fræðikenningar sem málið varða koma við sögu. I lok kaflans er drep-
ið á nokkrar hliðstæður. í fimmta kafla eru niðurstöður túlkaðar og
efnið dregið saman.
2 Nokkrar staðreyndir
Orðmyndin eystri er miðstig lýsingarorðs án frumstigs. Hana og orð-
myndirnar vestri, syðri og nyrðri/norðari er að finna hjá Halldóri Hall-
dórssyni (1950:118-119) í bók hans um fornmálið. Guðrún Kvaran
(2005:257) gefur ekki aðeins eystri, vestri, syðri og nyrðri/norðari held-
ur líka austari og vestari. Hvorugkyn miðstigsformanna vestri, eystri,
syðri og nyrðri, þ.e. vestra, eystra, syðra og nyðra, er jafnframt notað
sem atviksorð. En áttaorðin eru ekki einu orðin sem eru án frumstigs.
Halldór og Guðrún nefna bæði efri og neðri, innri og ytri auk margra
annarra. Atviksorðsafleggjarinn er eins myndaður og áður: ytra, neðra
o.s.frv.
Hér verður ekki gerð tilraun til að skera úr um það hvortrtn-mynd-
irnar, eins og t.d. austari, eða þær sem enda á -ri, eins og eystri t.d., eru
algengari í nútímamáli. Orðmyndirnar eystri og vestri má m.a. finna
í örnefnum, t.d. Eystra- og Vestra-Horn, Húnaþing eystra og vestra og
5Eins og rætt verður í 4.3 þá gæti eystrn hér hafa orðið til við áhrifsbreytingu.