Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 156
146
Orð og tunga
hér áður Norðurlandskjördæmi vestra og eystra; á Grænlandi Eystri- og
Vestri-Byggð. Ekki má heldur gleyma gömlu nöfnunum Eystri-
Hreppur eða Gnúpverjahreppur og Ytri-Hreppur eða Hrunamanna-
hreppur. Jökulsárnar í Skagafirði eru táknaðar á ýmsan hátt. Þar eru
Austari- og Vestari-Jökidsá en líka Jökidsá vestari eða austari. í frásögn-
um vísað til Dyrhóla austari og vestari og í Landnámu kemur Kirkjubær
austari við sögu.* 6
En höfuðáttirnar eru fleiri, sbr. Fjallabaksleiðirnar báðar, þá nyrðri
og þá syðri. Oftast stendur lýsingarorðið/miðstigið sem einkunn. Það
er þó ekki algilt eins og dæmin sanna. Til fróðleiks og samanburðar
má geta þess að veik lýsingarorð standa yfirleitt á undan viðkomandi
nafnorði. Þau geta þó verið eftirsett, sbr. sumardaginn fyrsta, Arafróða
og Helgufögru, Fjallið eina o.s.frv. Þau haga sér því rétt eins og miðstig-
ið. Þetta má sjá í (5):
(5) FRUMSTIG - VEIK BEYGING MIÐSTIG
a. Litla Gunna og litli Jón Eystra-Horn
b. Guðmundur góði Fjallabaksleið syðri
Eins og fram kom í (1) eru Borgarfirðirnir þrír. Auk hinna
tveggja þekktu er sá þriðji lítill innfjörður úr Arnarfirði. Ekki er vit-
að til þess að ástæða hafi þótt til að greina þann fjörð frá hinum með
sama nafni. A hinn bóginn hefur Borgarfjörður við Faxaflóa, a.m.k.
stundum, verið auðkenndur. A Netinu eru nokkur dæmi um þágufall-
ið Borgarfirði syðri. í (6a) er eitt þeirra. Jafnframt fannst þágufallsdæmi
með syðra, sbr. (6b). Ekkert dæmi fannst um nefnifallið Borgarfjörður
syðra. Hér koma dæmin orðrétt af Netinu:
(6) a. Fögur dæmi um slíka ofurþétta birkikræðu eru Tunga
í Hálsasveit, Borgarfirði syðri og Hrífunes í Skaftár-
tungu.7
b. ... Ragnhildur okkar býr á Ausu í Borgarfirði syðra og
við hin á Borgarfirði eystra er ekki að undra þó ...8
En fjörðurinn er ekki aðeins tengdur suðrinu heldur líka vestrinu. Það
sýna eftirfarandi dæmi. í (7a) er þágufall með vestri, í b nefnifall með
^Dyrhólar austari og vestari, Kirkjubær austari og Jökulsá vestari eða austari, sjá texta-
safn Orðabókar Háskólans, http://www.lexis.hi.is/corpus/leit.pl?allt=l
7http://heradsskogar.is/Apps/WebObjects/Skogur.woa/l/wa/dp?id=1000102-
&wosid=zd8rDlOQbTNOJmbBYt25a0; síðast skoðað 21. janúar 2008.
8http://www.samband.is/files/1700477823Kristjana_erindi.pdf; síðast skoðað
21. janúar 2008.