Orð og tunga - 01.06.2009, Side 161
Margrét Jónsdóttir: Á Borgarfirði eystri - á Borgarfirði eystra
151
geta þess vegna löngu verið horfin í mörgum skilningi. Þannig takast
hið sögulega og samtímalega viðhorf á. Á hinn bóginn er samanburð-
urinn augljós þegar minni maðurinn á í hlut.
4.3 Um áhrifsbreytingar, málfræðilega sérstöðu örnefna o.fl.
Málfræðingar hafa löngum beint sjónum sínum að sérnöfnum, jafnt
eiginnöfnum sem örnefnum, enda geta verið fólgnar í þeim mikils-
verðar upplýsingar um málið, þróun þess og sögu. Það er t.d. vel
þekkt innan tungumála eins og fræðast má t.d. um hjá Kurylowicz
(1973:185) að beyging sérnafns og samsvarandi samnafns er ekki alltaf
eins. í því sambandi er fróðlegt að líta til hugmynda Kurylowicz (1947)
um áhrif og eðli áhrifsbreytinga, t.d. innan beygingarkerfisins. Með
þessu er vísað til svonefndra „lögmála" sem hafa verið kennd við
hann. Skv. því fjórða varðveita sérnöfn, örnefni eða eiginnöfn, oft það
fornlega, hafi orðið breytt beygingu sinni en á hinn bóginn sýni sam-
nafnið það nýja.18 Þannig er nýja formið í aðalhlutverki sem samnafn
en það gamla í aukahlutverki sem sérnafn og því þrengra. Hér stand-
ast því á form og hlutverk. Þetta votta fjölmörg íslensk dæmi, sbr. t.d.
þágufallsformin Björgu af Björg (eiginnafn) og björg af björg (samnafn).
Föst orðasambönd af ýmsum toga haga sér eins og sérnöfnin. í orðtak-
inu eiga við ratnman reip að draga er gamla formið reip varðveitt; óhugs-
andi er að nota reipi, það nýja.19 Fjórða lögmálið er þó ekki algilt enda
hefur það verið gagnrýnt af ýmsum, m.a. sjálft nafnið, sbr. Collinge
(1985:250). Eignarfallið Björns af Björn vottar þetta: Þar er Björns það
Skv. bæjatali er þar enginn bær með nafninu Grund, hvorki einu sér né með ein-
hverjum forlið, sbr. http://www.ornefni.is. í eyðibýlaskrá Halldórs Stefánssonar
(1970:179-180) eru heldur engar heimildir um eyðibýli með Grundarnafni á þessum
stað. í nafninu Litla-Grund fólst engin andstöðumerking, einungis lýsing sem er sam-
ofin nafninu: lítil grund. í sjálfu sér hefði ekkert mælt því mót að bærinn hefði heitið
Minni-Grund, einungis bitamunur, ekki fjár. Þess má geta að Minni-Grund er til en
ekki sem bæjamafn.
lsSkv. Collinge (1985:249) hljóðar þetta svo á ensku:
Given a morphological derivation resulting in two differentiated forms,
the derived form takes over the primary function and the old forms is
reserved for secondary function.
19Niðurstaða Aðalsteins Eyþórssonar (2000:13) um þágufallið hnífi í samböndum
og merkingarsviðum sem hann kallar dativus criminalis er í raun sú sama. Hér er
gamla formið varðveitt í þrengra hlutverki en ella.