Jólakver - 01.12.1924, Page 5

Jólakver - 01.12.1924, Page 5
3 dýpstu rætur sínar í hinum mikla fögnuði, er engill Guðs flutti öllum lýð, að Kristur drottinn er fæddur í mannlegri mynd. 011 ljósadýrð jólanna er eins og ytra tákn hins dásatnlega ævintýris, að „ljósið skein í myrkrinu“, „hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann“, eins og Jóhannes kemst að orði. Og börnin fagna vegna barnsins guðdómlega, er varð „maður- inn eftir Guðs hjarta“ og opinberaði oss, hvað oss er öllum ætlað að verða. Já, allir fagna, allir þeir, sem annaðhvort eru börn að árum, eða geta enn orðið börn um jólin. Börnunum eru jólin heilög hátíð. Og börnin öll, eldri og yngri, heyra í hljóð- falli kirkjuklukknanna á aðfangadagskvöld gleði- legan boðskap: „Heims um ból helg eru jól; signuð mær son Guðs ól.“ Og jólanóttin kemur. Betlehemsstjarnan skín á heið- um himni. Heimur ævintýranna opnast. Og dásemdir gerast til dýrðar hinu heilaga barni, sem liggur í jötu með guðdómsljómann um höfuð sér. Jólagleði jarðarbarnanna er auðug að fögrum tákn- um, sem fela í sér dýrmæt sannindi. Eitt fegursta táknið er siðurinn sá, sem með vorri þjóð hefur tíðk- ast, að láta ljós loga í bænum alla nóttina, svo að hvergi beri skugga á. Fagur siður og hugljúfur. Hann minnir oss á ljósið, er skein í myrkri mann- heima, þegar Kristur fæddist í mannlegri mynd. Og ljósið, sem alla nóttina skín yfir oss sofandi, minnir oss á náðina, sem yfir oss vakir, og er þess albúin að lýsa leið vora, þegar vér vöknum. Látum þá líka L

x

Jólakver

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.