Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 40

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 40
38 prettum og' undanbrögðum. Hann drap kálfinn undan kúnni, til þess að geta sjálfur sogið úr henni mjólk- ina. Sauðkindina rúði hann, svo að við erum oft að því komin að krókna úr kulda. Og enn í dag klak- ar hænan og kvartar, af því að eggjunum er stöð- ugt stolið frá henni. Þannig vildi það til, vinir mín- ir, að dýrin mistu réttindi sín og voru flæmd burt af mörkinni, þar sem hlýindin eru og haglendið góða. Frá þeirri stundu hefur líka verið ófriðsamt meðal dýranna sjálfra. Af manninum lærðu birnir og varg- ar að drepa og eta kjöt og drekka blóð, af mann- inum lærði hrafninn að ræna eggjum og höggorm- urinn að spúa eitri, og síðan hefur öllum dýrum liðið illa. Hlýju skógarnir og haglendið góða er nú svo langt í burtu, að þangað komumst við aldrei.u Nú varð löng þögn. Kýrnar og kindurnar jórtruðu og horfðu út í myrkrið. Hesturinn hengdi höfuðið og lygndi aftur augunum. Hænsnin sátu hreyfingarlaus og létu stélin lafa. Allir voru að hugsa um slétturn- ar stóru og hlýju skógana, sem nú voru týndir að eilífu. Loks tók hrúturinn aftur til máls: „Ég veit ekki, hvort þið munið eftir því, að í gær komu tveir menn hingað inn í fjósið. Þeir tóku á bakinu á mér, til þess að finna, hvað ég væri orðinn feitur. Ég veit vel, af hverju þeir gerðu það. Þeir koma bráðum aftur og bera mig út. Og þá fáið þið aldrei að sjá mig hér inni aftur. Og ekki fæ ég framar að leika mér úti í högunum og laumast burtu með vinkonum mínum. Af þessum ástæðum er það, að ég er dálít- ið önugur þessa dagana. En þetta er nú reyndar leiðin okkar allrau.

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.