Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 42

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 42
40 „Það gerir ekkert tilu, sagði hesturinn. í hvert skifti sem eitthvert okkar er borið út í síðasta sinn, þá er það stóri hesturinn með sólfaxið og reiðar- slögin, sem sendir eftir okkur, og þá erum við fluttir út á stóru slétturnar hver á fætur öðrum. Og menn- irnir fá líka boð frá honum, en þegar þeir eru born- ir út í síðasta sinn, þá er úti um þá fyrir fult og alt, því að sá er munurinn á mönnum og dýrum, að dýrin hafa það, sem kallað er sál, en mennirnir ekki.u „Hana nú,u sagði grísinn. „Nú veit ég meira en áður. Það er þá ekki neitt hættulegt, þó að menn- irnir komi og bindi um trýnið á mér og beri mig út. Það verður ekki til annars en að mér líður enn þá betur á eftir en mér líður hér.u Og þegar grísinn hafði sagt þetta, velti hann sér um hrygg og sofnaði og dreymdi um stóra hestinn, sem koma átti. Og hrúturinn, sem enn var uppi standandi, hann kinkaði kolli og sagði: „Ef svo er, hvað er ég þá að ergja mig yfir þessu?u Síðan gekk hann að litla lamb- inu, sem hann hafði stangað, og sleikti það. Því næst lagðist hann niður, sofnaði og dreymdi um stóru slétturnar og hestinn, sem koma átti. En unga kýrin sagði: „ Jæja, ætli ég leggi mig þá ekki á básinn, þó að hann sé bæði blautur og óslétt- ur. Það er hvort sem er ekki nema um stundar- sakiru. Síðan lagðist hún á hnén og lét sig síga nið- ur á hliðina. Og hesturinn gleymdi súgnum frá glugganum og gigtinni í afturfótunum. Hann lagðist niður á bás- inn, lét höfuðið síga, og hann byrjaði að dreyma.

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.