Jólakver - 01.12.1924, Page 48

Jólakver - 01.12.1924, Page 48
46 all maður, sem verið hafði vinnumaður hjá foreldrum hans. Gamli maðurinn fiutti honum sorgarfregn: „Hún móðir þín er látin! Eg færi þér síðustu bless- un hennar. Þú varst óskabarnið hennar. Nóttina eftir dreymdi hann stjörnuna. Hann sá alla englana og fólkið eins og áður. Og systir hans sagði við foringjann: „Er hann bróðir minn kominn?“ „Neiu, sagði foringinn, „en nú er hún móðir þín kominu. Allir englarnir hrópuðu af fögnuði, þegar móðirin fann aftur börnin sín bæði. Og ungi maðurinn rétti fram hendurnar, kallaði og sagði: „Móðir mín góð, systir mín og bróðir, ég er hérna. Takið þið mig til ykkar!u „Ekki ennu, svöruðu þau honum. Og enn þá var draumurinn á enda, og stjarnan skein inn til hans eins og áður. Arin liðu. Nú var hann orðinn fullorðinn maður. Hárið var að byrja að grána. Beygður af sorg og söknuði sat hann á stólnum sínum við eldinn. Hann hafði grátið, og var tárvott andlitið. Þá opnaðist stjarnan honum ennþá einu sinni. Hann heyrði systur sína segja við foringjann: „Er hann bróðir minn kominn?u „Neiu, svaraði hann. „En hún dóttir hans er kominu. Og fullorðni maðurinn, sem einu sinni var lítill drengur, sá nú dóttur sína, sem hann var nýbúinn að missa. Hún stóð hjá hinum þremur og var líka orðin að himneskum engli. Þá sagði maðurinn: „Nú hallar dóttir mín höfðinu að brjósti systur minnar og vefur örmunum um háls móður minnar, og við

x

Jólakver

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.