Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 8

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 8
6 var svo sem ekki hætt við, að þau færi í jólaköttinn. Þau voru líka öll himinlifandi yfir þessu. Á aðfangadaginn höfðu þau nóg að snúast. Á railli þess, sem þau voru í snúningum fvrir fullorðna fólk- ið, voru þau að skrifa jólasveinana, sem kallað var. Frá því um jólaföstukomu höfðu þau skrifað nöfn allra gesta, sem á bæinn komu. Og nú sknfuðu þau nöfnin upp á miða, eitt nafn á hvern. Á aðfanga- dagskvöld átti fólkið svo að draga miðana. Kven- fólkið átti að draga piltana, en karlmenn stúlkurnar. Þegar til kom, stóð svo á, að karlmennirnir, sem komið liöfðu að Hóli á jólaföstunni, voru tvisvar sinn- um fleiri en kvenfólkið þar. En tvo kvenmenn vant- aði til, að tvær stúlkur væri lianda hverjum karl- manni. Var það því tekið til bragðs, að hafa tvo miða auða af þeim, sem karlmenn áttu að draga, til þess að hver heimilismaður gæti dregið tvo miða. Sá, eða þeir, sem auðu miðana hreptu, áttu svo að hafa þá, sem fyrstir kæmi á heimilið, eftir að dreg- ið var. Klukkan rúmlega fimm á aðfangadagskvöld hafði fólkið lokið útiverkum, og fór það þá að þvo sér og hafa fataskifti. Allir áttu að vera tilbúnir að taka á móti jólunum klukkan sex, þá byrjaði hátíðin. Hús- móðirin hjálpaði börnunum að þvo sér og hafa fata- skifti. Það gerðu þau við hlóðarsteininn frammi í eldhúsi. Jói fékk nú að setja upp nýju brjósthlífina, Einar fór í nýju skyrtuna og Þóra setti á sig nýju svuntuna. Litlu eftir að klukkan sló sex kom fólkið inn í baðstofu. Allir voru prúðbúnir og með hátíðasvip. Húsbóndinn kom síðastur. Þegar hann kom inn, litu

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.