Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 38

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 38
36 fjós. öll dýrin bjuggu saman úti á stórri mörk. Þar var hlýtt í veðri og haglendi vítt og gott. Birnir og úlfar átu þá gras, og kýrnar mjólkuðu ekki handa öðrum en kálfunum sínum, kindurnar höfðu ullina til að skýla sér með, grísirnir fituðu sig sjálfum sér til gamans, hænurnar urpu til þess að eignast börn, og hestarnir voru frjálsir og hlupu fram og aftur í stórum hópum, allir feitir og sællegir. Ekkert dýr- anna gerði öðru mein. Sumir hestarnir voru hyrnd- ir, og þar voru líka vængjaðar sauðkindur. Birnirn- ir dönsuðu á afturfótunum og léku ýmsa skrípaleiki, þegar hin dýrin höfðu etið sig södd og langaði til að skemta sér. Þá var það siður, ef svo illa vildi til, að lamb færi ofan í, þegar móðirin var ekki hjá því, þá komu hinar kindurnar lilaupandi til að hjálpa því upp úr og láta það hrista sig, svo að það þornaði. Og þegar fuglsungi datt út úr hreiðrinu sínu, þá komu hinir fuglarnir og báru hann í nefinu til for- eldranna aftur. Það er eitthvað annað en hrafninn og fálkinn gera nú á tímum“. „Já, hrafninn tók einn af ungunum mínum í fyrra“, sagði ein hænan uppi á prikinu. „Því gleymi ég aldrei“. „Ef fiðurtætlan þarna á prikinu tekur fram í fyr- ir mér aftur, þá steinhætti égu, sagði hrúturinn. En eftir stundarkorn komst hann á lagið aftur og hélt áfram: „Já, það var nú svo. Þá áttu dýrin góða daga, og alt var eins og það átti að vera. En þá var það einn góðan veðurdag, að einhver kynja- skepna kom þrammandi inn á mörkina til dýranna. Þessi skepna þótti næsta furðuleg. Hún gekk á tveim- ur fótum; allsnakin var hún og aumleg ásýndum.

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.