Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 44

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 44
5TJ0RNUDRAUMAR EFTIR CMflRLES DICKENS IN U sinni var lítill drengur. Á daginn lék hann sér úti, fór víða og athugaði margt. Systur átti hann, sem líka var lítil eins og liann, og voru þau altaf saman. Altaf fundu þau eitthvað furðulegt og aðdáanlegt. Þau dáðust að því, hvað blómin voru falleg; þau dáðust að því, hvað himininn var hár og fagurblár; þau dáðust að því, hvað vötnin voru djúp og tær; en mest dáðust þau að því, hvað guð var góður og máttugur að geta skapað alt þetta og haft það svona fagurt. Stundum töluðu þau um það sín á milli, hvernig fara mundi, ef öll börn á jörðinni væri dáin. Skyldi blómin ekki gráta yfir þeim, og vötnin og himininn? Þeim fanst það sennilegast, því að litlu blómhnapparnir eru börn blómanna, og litlu lækirn- ir, sem hoppa syngjandi niður fjalshlíðina, eru börn vatnanna, og allra minstu ljósdeplarnir, sem blika á næturhimninum, þeir hljóta að vera börn stjarnanna. Og þá hlytu þau öll að hryggjast og gráta, ef þau mistu sjónar á mannanna börnum, því að þau eru öll saman leiksystkini.

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.