Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 18

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 18
16 kerti; það heita „ j ó 1 a k e r ti Þá er mikið um dýrðir hjá börnunum, þegar þau ganga um gólíið í hátíðabúningnum með jólakertin í höndum og eru ýmist að slökkva á þeim eða kveikja á þeim aftur. Þegar á kvöldið líður, er matur borinn fram; er það venjulega súpa með nýju kjöti. Aðaljólamaturinn er venjulega eigi skamtaður fyr en á jóladagsmorgun- inn, en það er hangikjöt, brauð og flot og allskonar sælgæti. Var það venja, og er sumstaðar enn, að hver maður fengi þá svo ríflegan skamt, að honum entist hann með öðrum mat fram yfir nýjár. Þessi skamtur heitir „ j ó 1 a r e f u r u. Þótt mikil glaðværð sé um jólin, og spil og ýmis- konar leikir hafi þá mjög tíðkast, hefir það ávalt þótt ósæmilegt, að hafa mikinn gáska og glaðværð á sjálfa jólanóttina. Þá er sem einhver ólýsanleg og óendanleg helgi hafi gagntekið alt. Jólanóttin er því kölluð „nóttin helgau, svo sem hún einséheil- ög framar öllum öðrum helgum nóttum. Um miðnætti er helgin mest, því þá ætluðu menn, að frelsarinn væri fæddur. Eftir almennri trú verða ótal tákn og stórmerki í það mund, sem frelsari mannanna fædd- ist. Það er sem öll náttúran fái þá nýtt líf. Þá fá mállaus dýrin mál, og jafnvel hinir dauðu rísa úr gröfunum. Það er sem alt losni úr fjötrum og alt verði lifandi, fagni og gleðjist. Á einu augnabliki breytist þá alt vatn í vín. í öðrum löndum er það víða almenn trú, að ýms dýr fái mál á jólanóttina, en hér á landi er sú trú almennust um kýrnar, að þær tali á Þrettándanótt, — hina síðustu jólanótt. Á jólanóttina er það, að „kirkjugarður rísu, en það er í því falið, að allir hinir dauðu í kirkjugarð-

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.