Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 27

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 27
25 urlöndum. Hafa menn þá haldið jólaveislur til þess að fagna sól og sigri ljóssins yfir myrkrinu. Eftir fornum sögnum hafa jól oftast byrjað um vetrarsólhvörf og staðið ýmist í 8, 10 eða 20 daga. Gleðskapur var oft mikill og sennilega í meira lagi hávaðasamt, Jólin voru líka stærsta hátíð ársins. Þá voru drykkjur miklar og kjötát, goðin blótuð, drukkin full þeirra, strengd heit og alls konar fagn- aður í algleymingi. Einhver gleggsta lýsingin á slíkum blótveislum er í Hákonar sögu góða hjá Snorra. Þar segir svo: „Þat var forn siðr, þá er blót skyldi vera, at all- ir bændr skyldu þar koma, sem hof var, ok flytja þannug föng sín, þau er þeir skyldu hafa, meðan veizlan stóð. At veizlu þeirri skyldu allir menn öl eiga; þar var ok drepinn alls konar smali ok svá hross, en blóð þat alt, er þar kom af, þá var þat kallat hlaut, ok hlautbollar þat, er blóð þat stóð í, og hlautteinar, þat var svá gjört sem stöklar, með því skyldi rjóða stallana öllu saman, ok svá veggi hofsins útan ok innan, ok svá stökkva á mennina, en slátr skyldi sjóða til mannfagnaðar; eldar skyldu vera á miðju gólfi í hofinu ok þar katlar yfir; skyldi full um eld bera, en sá er gerði veizluna ok höfð- ingi var, þá skyldi hann signa fullit ok allan blót- matinn, skyldi fyrst Óðins full — skyldi þat drekka til sigrs konungi sínum — en síðan Njarðar full ok Ereys full til árs ok friðar. Þá var mörgum mönn- um títt at drekka þar næst Braga full, menn drukku ok full frænda sinna, þeirra er heygðir höfðu verit, ok vóru þat minni köllutu. Slíkar jólaveislur hafa tíðkast í Noregi um það

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.