Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 31

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 31
29 skemdar kartöfiur. Dýrin áttu ekki síður að fá jóla- mat en fólkið. Það verður engum til góðs að gleyma því. Þá koma vanhöld og óþrif í fénaðinn á næsta ári. Loksins hafði gamla mamma lokið verkum sínum, og tók hún þá skjóluna sína og fór. En úti í göng- unum sneri hún við, opnaði innri dyrnar aftur, leit inn í fjósið og bauð gleðileg jól. Þvínæst fór hún út. Þar blasti við endalaus snjóbreiðan og stjörnu- bjartur himinn. „Gaman þætti mér að vita, hvað gamla mamma hefur í kvöldskattinn í kvöldu, sagði ein ærin og leit upp frá átinu stundarkorn. Allar skepnurnar í fjós- inu kölluðu húsmóðurina gömlu mömmu, af því að úr hennar hendi fengu þær alt, sem þær þurftu til lífsins. „Hún hefur auðvitað alveg sílgræna töðuu, sagði litla lambið. Það stóð við trogið og þóttist vera að tyggja hey eins og hinir, þó að það kæmi ekki nið- ur einu einasta strái. Og svo fékk það svo vondan hnerra, að nærri lá, að það kollsteyptist. Heylyktin var alt of sterk fyrir nefið á litla greyinu. „Ónei, ég hugsa nú heldur, að hún hafi saxaðar kartöflur,u sagði ein ærin. „Það er það besta, sem til er. Og á hverju hausti eru einstöku kindur, sem fá af því eins mikið og þær vilja, — áður en þær eru teknar og bornar út. Eg hef sjálf bragðað á þessu góðgæti, reyndar varð ég að stelast að troginu til þess að ná í það.u „Og ég hugsa nú samt, að hún gæði sér á því, sem er ennþá betra,u sagði hesturinn og lyfti um leið höfðinu upp úr stallinum. „Það er til matur, sem heitir flatbrauð; ég hef einstöku sinnum fengið Á

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.