Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 13

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 13
11 kertið mitt. Ég fekk svo fallega brjósthlíf, og svo get ég altaf horft á kertin hjá hinum krökkunum“. Elín rétti fram höndina hikandi og tók á móti kertinu. Hún roðnaði um leið, og gleðibros færðist á alt andlitið. „Þetta var íallega gert af þér, væni minn“, sagði móðir hennar. „Kvstu nú drenginn fyrir, Ella mín“. Elín rendi sér niður af rúmstokknum með kertið í hendinni og ætlaði að hlýða boði móður sinnar. En Jói beið þá ekki boðanna. Áður en Elín var komin niður á gólfið tók hann til fótanna og skaust út og alla leið fram í búr til fóstru sinnar. Hún var að taka til með kaffinu handa fólkinu. Þegar Jói kom inn aftur eftir góða stund, hafði hann lummu í annari hendinni, en sykurmola í hinni. Elín var nú búin að bræða kertið á rúmstólpann hjá sér. Og nú var af henni raunasvipurinn. Hún brosti til Jóa, en hann flýtti sér framhjá henni og inn til hinna krakkanna. Það var eins og hann væri hálf- hræddur við hana. Um kvöldið var Jói óvenju stiltur og hægur. Oft laumaðist hann til að líta á rauða kertið og Elínu, en aldrei nema rétt í svip. Þegar búið var að drekka kaffið og syngja jóla- sálmana og lesa húslesturinn, fór fólkið að hátta. En aldrei þessu vant, þá gat Jói ekki sofnað fyr en eftir góða stund. Það var líka svo undarlegt að láta loga ljós, og auk þess var margt annað, sem Jói þurfti að velta fyrir sér. Hann hugsaði um jólabarn- ið í jötunni í Betlehem, um rauða kertið — og um hana Elínu litlu. Loksins sofnaði hann. En þá dreymdi hann svo

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.