Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 12

Jólakver - 01.12.1924, Blaðsíða 12
10 hvorn enda á borðinu undir baðstofuglugganum og létu loga á öllum kertunum fjórum. Þau liöfðu tvö á hvorum enda borðsins. En Jói sat á rúminu sínu hjá Geira gamla utar í baðstofunni. Hann brseddi kertið sitt á rúmstólpann. Skelfing var Ijósið fallegt, þó að kertið væri svona lítið og ekki nema eitt. I fyrra hafði hann haft sitt kertið á hvorum rúmstólpa. Hann mundi það svo vel, að þá hafði verið bjartara þeim megin, sem Geiri sat. En þá hafði hvorugt kertið verið rautt. — Hann sat, góða stund hugfang- inn og starði á rauða kertið og fallega ljósið. En alt í einu var eins og einhverju væri hvíslað að honum. Hann kiptist við og leit upp — beint framan í Elínu litlu, sem sat hjá móður sinni á rúm- inu á móti. Hún hafði líka horft á rauða kertið. Hún var ennþá raunalegri á svipinn enn áður. Það var auðséð, að hún barðist við grátinn. Aumingja Elín, hún átti ekkert kerti, og ekki hafði hún nýja svuntu eins og hún Þóra. Líklega hafði hún enga nýja flík fengið fyrir jólin. — Jói leit aftur á kertið og horfði á það um stund. Þvínæst gaut hann hornauga til Elínar rétt sem snöggvast. Honum sýndist ekki bet- ur en hún væri með tárin í augunum. Jói átti í hörðu stríði við sjálfan sig. Hann mjakaði sér til í sætinu og ræskti sig, strauk kertið að neðanverðu með fingr- unum og fitlaði við hvíta kragann á nýju brjósthlíf- inni með hinni hendinni. Alt í einu reis liann á fætur og kipti kertinu af rúmstólpanum, og kom þá dálítill smellur, þegar vax- slitnaði frá trénu. Jói hikaði við um stund, en gekk síðan beint yfir gólfið til Elínar litlu, rétti henni kertið og sagði í hálfum hljóðum: „Þú mátt eiga

x

Jólakver

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakver
https://timarit.is/publication/1211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.